Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2020 12:45 Álver Norðuráls á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýútkomin skýrsla Fraunhofer um samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju sé um margt góð og er því fagnað að iðnaðarráðherra skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi, með tilliti til raforkuverðs. En skýrslan var opinberuð í morgun. Þar segir meðal annars að meginniðurstaðan sé sú að raforkukostnaður stórnotenda á Íslandi skerði almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndunum, sem eru, í skýrslunni, Noregur, Kanada (Quebec) og Þýskaland. „Stóriðja er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og er háð samkeppnishæfu raforkuverði,“ segir í tilkynningunni frá Norðuráli og því bætt við að niðurstöður Fraunhofer skýrslunnar staðfesti það sem Norðurál hafi bent á, að meðalverð raforku hefur verið samkeppnishæft. „Skýrslan staðfestir einnig að það raforkuverð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki samkeppnishæft við það sem stendur til boða í Noregi og Kanada,“ segir ennfremur. Því segist Norðurál taka heils hugar undir með skýrsluhöfundum um að þörf sé á meira gagnsæi á íslenskum orkumarkaði. „Norðurál hefur því óskað eftir því við orkusala að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum milli fyrirtækjanna eins fljótt og auðið verður,“ segir að lokum. Landsvirkjun Stóriðja Orkumál Tengdar fréttir Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26 Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. 4. ágúst 2020 20:28 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýútkomin skýrsla Fraunhofer um samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju sé um margt góð og er því fagnað að iðnaðarráðherra skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi, með tilliti til raforkuverðs. En skýrslan var opinberuð í morgun. Þar segir meðal annars að meginniðurstaðan sé sú að raforkukostnaður stórnotenda á Íslandi skerði almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndunum, sem eru, í skýrslunni, Noregur, Kanada (Quebec) og Þýskaland. „Stóriðja er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og er háð samkeppnishæfu raforkuverði,“ segir í tilkynningunni frá Norðuráli og því bætt við að niðurstöður Fraunhofer skýrslunnar staðfesti það sem Norðurál hafi bent á, að meðalverð raforku hefur verið samkeppnishæft. „Skýrslan staðfestir einnig að það raforkuverð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki samkeppnishæft við það sem stendur til boða í Noregi og Kanada,“ segir ennfremur. Því segist Norðurál taka heils hugar undir með skýrsluhöfundum um að þörf sé á meira gagnsæi á íslenskum orkumarkaði. „Norðurál hefur því óskað eftir því við orkusala að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum milli fyrirtækjanna eins fljótt og auðið verður,“ segir að lokum.
Landsvirkjun Stóriðja Orkumál Tengdar fréttir Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26 Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. 4. ágúst 2020 20:28 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26
Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. 4. ágúst 2020 20:28
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30