Tímamót með byggingu nýs neyðarathvarfs fyrir konur og börn Ásmundur Einar Daðason skrifar 13. nóvember 2020 13:31 Það var mjög ánægjulegt að skrifa í vikunni undir samning við Samtök um kvennaathvarf um 100 milljón króna fjárveitingu sem ætlað er að styðja við byggingu nýs neyðarathvarfs í Reykjavík og styrkja þjónustu athvarfsins vegna áhrifa kórónaveirunnar. Kvennaathvarfið hefur um áratugaskeið unnið ómetanlegt starf og veitt þjónustu, ráðgjöf og stuðning til fjölda kvenna og barna vegna kynferðisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og heimilisofbeldis. Mikil þörf er á að bæta aðstöðu Kvennaathvarfsins til að það geti sinnt hlutverki sínu enn betur. Nýtt neyðarathvarf sem Samtök um kvennaathvarf munu reisa verður fyrsta sérhannaða húsnæðið sem byggt er undir neyðarathvarf á Íslandi. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutað hefur lóð undir húsnæðið. Með tilkomu þess munu Samtök um kvennaathvarf tvöfalda húsnæði neyðarathvarfsins sem gerir þjónustu og faglega aðstoð í kjölfar ofbeldis mun aðgengilegri fyrir konur og börn þeirra. Þá verður fjármununum einnig varið í viðgerðir og endurbætur á núverandi neyðarathvarfi, framkvæmdir og byggingu nýs áfangaheimilis, en samtökin munu opna áfangaheimili sumarið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyrir konur og börn sem hafa dvalið í athvarfinu og eru tilbúin til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í byggingu með stuðningi Reykjavíkurborgar, ríkisins og almennings. Húsið er hannað samkvæmt reglum um aðgengi en til að tryggja að húsið uppfylli skilyrði um algilda hönnun þarf að fara í ákveðnar breytingar, sem nú verður ráðist í. Í sumar opnaði einnig neyðarathvarf fyrir konur á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð - þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að rekstri neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Aðgengi að öruggu skjóli, faglegri þjónustu og ráðgjöf í sinni heimabyggð er gríðarlega mikilvægt fyrir konur á Norðurlandi sem lenda í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. i Við í ríkisstjórninni erum stolt af því að styðja við byggingu á nýju neyðarathvarfi sem er sérstaklega hannað sem slíkt og á eftir að nýtast vel í því mikilvæga starfi sem Samtök um kvennaathvarf sinna í þágu kvenna og barna sem búa við heimilisofbeldi. Með nýjum og bættum húsakosti sköpum við tækifæri fyrir allar konur og börn þeirra til þess að öðlast nýtt og betra líf á nýjum stað – án ofbeldis. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Félagsmál Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það var mjög ánægjulegt að skrifa í vikunni undir samning við Samtök um kvennaathvarf um 100 milljón króna fjárveitingu sem ætlað er að styðja við byggingu nýs neyðarathvarfs í Reykjavík og styrkja þjónustu athvarfsins vegna áhrifa kórónaveirunnar. Kvennaathvarfið hefur um áratugaskeið unnið ómetanlegt starf og veitt þjónustu, ráðgjöf og stuðning til fjölda kvenna og barna vegna kynferðisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og heimilisofbeldis. Mikil þörf er á að bæta aðstöðu Kvennaathvarfsins til að það geti sinnt hlutverki sínu enn betur. Nýtt neyðarathvarf sem Samtök um kvennaathvarf munu reisa verður fyrsta sérhannaða húsnæðið sem byggt er undir neyðarathvarf á Íslandi. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutað hefur lóð undir húsnæðið. Með tilkomu þess munu Samtök um kvennaathvarf tvöfalda húsnæði neyðarathvarfsins sem gerir þjónustu og faglega aðstoð í kjölfar ofbeldis mun aðgengilegri fyrir konur og börn þeirra. Þá verður fjármununum einnig varið í viðgerðir og endurbætur á núverandi neyðarathvarfi, framkvæmdir og byggingu nýs áfangaheimilis, en samtökin munu opna áfangaheimili sumarið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyrir konur og börn sem hafa dvalið í athvarfinu og eru tilbúin til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í byggingu með stuðningi Reykjavíkurborgar, ríkisins og almennings. Húsið er hannað samkvæmt reglum um aðgengi en til að tryggja að húsið uppfylli skilyrði um algilda hönnun þarf að fara í ákveðnar breytingar, sem nú verður ráðist í. Í sumar opnaði einnig neyðarathvarf fyrir konur á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð - þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að rekstri neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Aðgengi að öruggu skjóli, faglegri þjónustu og ráðgjöf í sinni heimabyggð er gríðarlega mikilvægt fyrir konur á Norðurlandi sem lenda í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. i Við í ríkisstjórninni erum stolt af því að styðja við byggingu á nýju neyðarathvarfi sem er sérstaklega hannað sem slíkt og á eftir að nýtast vel í því mikilvæga starfi sem Samtök um kvennaathvarf sinna í þágu kvenna og barna sem búa við heimilisofbeldi. Með nýjum og bættum húsakosti sköpum við tækifæri fyrir allar konur og börn þeirra til þess að öðlast nýtt og betra líf á nýjum stað – án ofbeldis. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun