Yfirgengileg hræðsla við fæðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2020 21:00 Unnur Birna er haldin miklum fæðingagótta, sem er yfirgengileg hræðsla við fæðingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira