Yfirgengileg hræðsla við fæðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2020 21:00 Unnur Birna er haldin miklum fæðingagótta, sem er yfirgengileg hræðsla við fæðingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent