Jón Þór um síðustu leiki undankeppninnar: Þetta verða krefjandi leikir, eru erfiðir útivellir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 20:30 Jón Þór Hauksson var töluvert rólegri í viðtalinu en hann er hér. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti