Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur Þórir Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2020 14:15 Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni og víðar hundelti fólk á götum úti fyrir brot á útgöngubanni þá dugðu hvatningar að mestu á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs leiðir í ljós að bábyljur um faraldurinn hafa ekki fengið að blómstra í sama mæli hér og annars staðar. Slíkar bábylgjur draga úr samheldninni og þær lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir vinnuhópinn leiddi í ljós að yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíðum en í kringum 10% treystu samfélagsmiðlum. Hver órökstudd „frétt“ um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu, kraftaverkameðul dugi gegn henni eða að fyrirhugaðar bólusetningar hafi einhvern annarlegan tilgang dregur úr trausti og vilja til að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga. Þannig eru fréttirnar sem fljúga milli fólks á Facebook og Twitter. Falsfréttir fljúga hratt Rannsókn á vegum hins virta MIT háskóla í Bandaríkjunum sýnir að falsfréttir berast hraðar um netið en sannar. Þær eru 70% líklegri til að vera endurtíst á Twitter og eru sex sinnum fljótari að ná til 1.500 manna. Þessar tvær rannsóknir leiða til augljósrar niðurstöðu. Þar sem Twitter og Facebook ráða ríkjum nær tortryggni yfirhöndinni. Þar sem ritrýndir almennir fjölmiðlar eru sterkir, þar myndast traust. Það traust er forsenda árangursríkra sýkingarvarna. Sjaldgæft er að fá svo skýra mynd af því hvernig vandaður fréttaflutningur, sem fólk getur treyst, hafi svo þjóðfélagslega mikilvæg áhrif. Miðlar í vörn Á sama tíma eiga ritstýrðir fjölmiðlar í vök að verjast gegn þessum sömu samfélagsmiðlum. Hagstofan telur að íslenskir auglýsendur hafi greitt rúmlega fimm milljarða króna til erlendra samfélagsmiðla á árinu 2018. Þeir miðlar þurfa meðal annars ekki að bæta virðisaukaskatti við það verð sem þeir bjóða íslenskum auglýsendum. Auglýsingatekjur innlendra miðla fara hríðlækkandi – voru fjórðungi lægri 2018 en 2007. Auglýsingatekjur Sýnar – sem rekur meðal annars Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna – hafa lækkað um 15% á þessu kórónuveiruári, samkvæmt umsögn félagsins um fyrirhugaðar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Í tekjumissinum takast þessir sömu miðlar á við risavaxinn samkeppnisaðila sem nýtur næstum fimm milljarða króna stuðnings skattgreiðenda og fær að leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Nærri helmingur auglýsingatekna í sjónvarpi renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2017. Ríkisútvarpið er sannarlega einn þeirra miðla sem stuðla að trausti í samfélaginu. En traust þrífst illa í umhverfi einokunar. Skýrsla frá 2018 um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sýnir fram á hvernig einkamiðlarnir eiga í vök að verjast á meðan ríkisrekinn samkeppnisaðili sækir öruggt fé í ríkissjóð. Í skýrslunni var lagt til að taka RÚV af auglýsingamarkaði og koma á styrktarkerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fjárhagslegir yfirburðir RÚV, sem þóttu sjálfsagðir fyrir einhverjum áratugum, eru það ekki lengur. Líkt og þurftarmikil planta sem skyggir á sólargeislana og dregur í sig vætu og kæfir þannig annan gróður þá hefur fyrirferð ríkisrisans kæfandi áhrif á grósku í einkageiranum á sama markaði. Annars staðar á Norðurlöndum hefur verið brugðist við bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla með ýmsum hætti, fyrst og fremst einhvers konar styrkjum eða þjónustusamningum sem hafa það markmið að stuðla að fjölbreytni. Þar þykir líka sjálfsagt að halda ríkismiðlum af auglýsingamarkaði. Enn er beðið Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir því að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra komist út úr ríkisstjórn. Síðustu tvö ár fengu slík frumvörp að sofna sumarsvefninum langa eftir að mistekist hafði að fá stuðning við þau á Alþingi fyrir þinglok. Þennan þingveturinn var boðað að fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 sýnir að fjölmiðlaumhverfið er enn nógu sterkt til þess að almenningur geti treyst fréttaflutningi í almennum fréttamiðlum. Þessa stöðu þarf að verja og það verður ekki gert með óbreyttu ástandi. Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla er í fullu gildi sem og tillögur hennar um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og stuðning við einkarekna fjölmiðla. Rannsókn MIT háskólans varar síðan við því sem getur gerst ef samfélagsmiðlar og fréttirnar sem þeir dreifa ná yfirhöndinni. Þeir einkareknu fjölmiðlar, sem hafa reynst svo mikilvægir á farsóttartímanum, heyja nú varnarbaráttu á tveimur vígstöðvum: Gagnvart ríkisreknum samkeppnisaðila innanlands og risavöxnum samfélagsmiðlum að utan. Vilji Alþingi stuðla að virkri samkeppni öflugra fjölmiðla, sem fólk treystir, þá þarf að laga skekkjurnar á þessum markaði. Það er ekki óendanlegur tími til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Þórir Guðmundsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni og víðar hundelti fólk á götum úti fyrir brot á útgöngubanni þá dugðu hvatningar að mestu á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs leiðir í ljós að bábyljur um faraldurinn hafa ekki fengið að blómstra í sama mæli hér og annars staðar. Slíkar bábylgjur draga úr samheldninni og þær lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir vinnuhópinn leiddi í ljós að yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíðum en í kringum 10% treystu samfélagsmiðlum. Hver órökstudd „frétt“ um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu, kraftaverkameðul dugi gegn henni eða að fyrirhugaðar bólusetningar hafi einhvern annarlegan tilgang dregur úr trausti og vilja til að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga. Þannig eru fréttirnar sem fljúga milli fólks á Facebook og Twitter. Falsfréttir fljúga hratt Rannsókn á vegum hins virta MIT háskóla í Bandaríkjunum sýnir að falsfréttir berast hraðar um netið en sannar. Þær eru 70% líklegri til að vera endurtíst á Twitter og eru sex sinnum fljótari að ná til 1.500 manna. Þessar tvær rannsóknir leiða til augljósrar niðurstöðu. Þar sem Twitter og Facebook ráða ríkjum nær tortryggni yfirhöndinni. Þar sem ritrýndir almennir fjölmiðlar eru sterkir, þar myndast traust. Það traust er forsenda árangursríkra sýkingarvarna. Sjaldgæft er að fá svo skýra mynd af því hvernig vandaður fréttaflutningur, sem fólk getur treyst, hafi svo þjóðfélagslega mikilvæg áhrif. Miðlar í vörn Á sama tíma eiga ritstýrðir fjölmiðlar í vök að verjast gegn þessum sömu samfélagsmiðlum. Hagstofan telur að íslenskir auglýsendur hafi greitt rúmlega fimm milljarða króna til erlendra samfélagsmiðla á árinu 2018. Þeir miðlar þurfa meðal annars ekki að bæta virðisaukaskatti við það verð sem þeir bjóða íslenskum auglýsendum. Auglýsingatekjur innlendra miðla fara hríðlækkandi – voru fjórðungi lægri 2018 en 2007. Auglýsingatekjur Sýnar – sem rekur meðal annars Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna – hafa lækkað um 15% á þessu kórónuveiruári, samkvæmt umsögn félagsins um fyrirhugaðar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Í tekjumissinum takast þessir sömu miðlar á við risavaxinn samkeppnisaðila sem nýtur næstum fimm milljarða króna stuðnings skattgreiðenda og fær að leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Nærri helmingur auglýsingatekna í sjónvarpi renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2017. Ríkisútvarpið er sannarlega einn þeirra miðla sem stuðla að trausti í samfélaginu. En traust þrífst illa í umhverfi einokunar. Skýrsla frá 2018 um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sýnir fram á hvernig einkamiðlarnir eiga í vök að verjast á meðan ríkisrekinn samkeppnisaðili sækir öruggt fé í ríkissjóð. Í skýrslunni var lagt til að taka RÚV af auglýsingamarkaði og koma á styrktarkerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fjárhagslegir yfirburðir RÚV, sem þóttu sjálfsagðir fyrir einhverjum áratugum, eru það ekki lengur. Líkt og þurftarmikil planta sem skyggir á sólargeislana og dregur í sig vætu og kæfir þannig annan gróður þá hefur fyrirferð ríkisrisans kæfandi áhrif á grósku í einkageiranum á sama markaði. Annars staðar á Norðurlöndum hefur verið brugðist við bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla með ýmsum hætti, fyrst og fremst einhvers konar styrkjum eða þjónustusamningum sem hafa það markmið að stuðla að fjölbreytni. Þar þykir líka sjálfsagt að halda ríkismiðlum af auglýsingamarkaði. Enn er beðið Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir því að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra komist út úr ríkisstjórn. Síðustu tvö ár fengu slík frumvörp að sofna sumarsvefninum langa eftir að mistekist hafði að fá stuðning við þau á Alþingi fyrir þinglok. Þennan þingveturinn var boðað að fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 sýnir að fjölmiðlaumhverfið er enn nógu sterkt til þess að almenningur geti treyst fréttaflutningi í almennum fréttamiðlum. Þessa stöðu þarf að verja og það verður ekki gert með óbreyttu ástandi. Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla er í fullu gildi sem og tillögur hennar um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og stuðning við einkarekna fjölmiðla. Rannsókn MIT háskólans varar síðan við því sem getur gerst ef samfélagsmiðlar og fréttirnar sem þeir dreifa ná yfirhöndinni. Þeir einkareknu fjölmiðlar, sem hafa reynst svo mikilvægir á farsóttartímanum, heyja nú varnarbaráttu á tveimur vígstöðvum: Gagnvart ríkisreknum samkeppnisaðila innanlands og risavöxnum samfélagsmiðlum að utan. Vilji Alþingi stuðla að virkri samkeppni öflugra fjölmiðla, sem fólk treystir, þá þarf að laga skekkjurnar á þessum markaði. Það er ekki óendanlegur tími til þess.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun