Náðu að stela Söru frá Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:01 Sara Sigmundsdóttir í auglýsingaherferð WIT Fitnes. @wit.fitness Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness. CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness.
CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira