Horfum á heildarmyndina Guðrún Hildur Ragnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:30 Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja leiti allra leiða til að komast af í þessu árferði og er niðurskurður oftar en ekki ein af fáum eða jafnvel eina lausnin, hvort sem það sé gert í gegnum starfsmannahald eða fasta og breytilega kostnaðarliði. Það er erfitt að komast hjá föstum kostnaði og því er saxað á þá breytilegu sem markaðssetning fellur meðal annars undir. Markaðssetning til erlendra ferðamanna getur verið mjög kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu og það er því ekki á færi allra að ráða utanaðkomandi aðila til að sinna því verkefni. Hættulegt er þó að líta framhjá gríðarlegu vægi markaðssetningar á komandi misserum þar sem nauðsynlegt er að byggja okkur örugglega upp aftur eftir þann samdrátt sem hefur átt sér stað. En í hverju felst markaðssetning og hvaða tól getum við notað til þess að gera okkur sýnileg á innlendum sem og erlendum markaði? Leiðin liggur í loftinu Við viljum geta boðið upp á okkar þjónustu á réttu verði fyrir rétta gestinn á réttum tíma. Í markaðssetningu í dag eru nokkrar grunnstoðir og mikilvægt er að kynna sér vel hvaða leiðir hægt er að fara. Sem dæmi má nefna samfélagsmiðla, líkt og Instagram og Facebook, net- og fréttamiðla, eða samstarfsaðila, eins og ferðaskrifstofur og bókunarsíður. Margir hafa nýtt sér Instagram og Facebook til að auglýsa sig, sérstaklega í ár og þá helst á innanlandsmarkaði. Annað sem ekki er síður mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu er heimasíða með uppfærðum upplýsingum og nýlegum myndum til að auka traust sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á beinar bókanir. Það er þó ekki nóg að vinna með innlenda markaðinn heldur þarf einnig að leggja áherslu á ytri markaðssetningu í gegnum samstarfsaðila. Langflestir ferðaþjónustuaðilar nýta sér samstarf í gegnum ferðaskrifstofur sem fá bæði stafrænt og útprentað auglýsingaefni frá þessum aðilum. Það getur skilað stórum kúnnahópum, sérstaklega á sumrin, á meðan samstarf við bókunarsíður skilar miklum fjölda einstaklingsmiðaðra bókana sem dreifist betur yfir árið. Rétt eins og með ferðaskrifstofurnar eru allir með sína sérstöðu og sterkir á ákveðnum mörkuðum, til að mynda hefur Markaðsstofa Norðurlands náð miklum árangri með samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur sem fljúga beint á Akureyri . Bókunarsíður leggja áherslu á að fjárfesta í markaðssetningu og markaður eins og Ísland getur haft mikil áhrif, til dæmis með því að taka þátt í stórum herferðum. Þessar herferðir hafa skilað íslenskri gistiþjónustu fleiri þúsundum gistinátta og þar með haft hliðaráhrif á aðra ferðatengda þjónustu. Vegna öflugrar markaðssetningar stóru bókunarsíðanna eru fleiri milljónir gesta sem skoða síðurnar á ári hverju. Það er óneitanlega hægt segja að íslensk ferðaþjónusta hafi hagnast mikið á samstarfi við ferðaskrifstofur og bókunarsíður, enda er hlutfallið af heildarbókunum þeirra mun hærra í samanburði við beinar bókanir. Ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim hafa valið að nýta sér markaðssetningu og þjónustu þessara aðila og því er í raun ekki skrítið að hlutfallið sé svo hátt. Komum Íslandi aftur á kortið Almenn markaðssetning verður einnig mikilvæg þegar markaðssetja á áfangastaðinn Ísland á ný eftir farsóttartíma. Íslandsstofa sem keyrir herferðir á hverju ári hefur fengið það stóra og mikilvæga verkefni að koma Íslandi á framfæri erlendis, með góðum styrk frá íslenska ríkinu. Það eru því margar hendur sem koma að markaðssetningu á Íslandi. Nú er einmitt tíminn til að horfa til framtíðar í markaðssetningu og dreifa henni á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir hingað til, en einnig á þá markaði sem við teljum okkur eiga möguleika á að komast inn á. Við verðum að vera klár í slaginn þegar allt kemst í eðlilegra horf og líta til þeirra miðla sem eru skila mestum árangri. Í núverandi ástandi skiptir máli að Ísland sem áfangastaður sé sem sýnilegastur á arðbærum mörkuðum og hefur Íslandsstofa unnið með helstu alþjóðlegu auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri. Ferðaskrifstofur setja fókusinn á hópa- og einstaklingsmiðaðar ferðir og bókunarsíður herja á breiðan markað með ýmsum leiðum. Mikilvægt er að horfa til þeirrar markaðssetningar sem hefur reynst okkur vel og treysta á að hún muni aðstoða okkur við að auka og efla eftirspurn þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar fjallað er um áfangastaðinn Ísland. Nýtum þau tæki og tól sem við höfum og verum klár í slaginn um leið og færi gefst! Höfundur er viðskiptastjóri hjá Expedia Group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja leiti allra leiða til að komast af í þessu árferði og er niðurskurður oftar en ekki ein af fáum eða jafnvel eina lausnin, hvort sem það sé gert í gegnum starfsmannahald eða fasta og breytilega kostnaðarliði. Það er erfitt að komast hjá föstum kostnaði og því er saxað á þá breytilegu sem markaðssetning fellur meðal annars undir. Markaðssetning til erlendra ferðamanna getur verið mjög kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu og það er því ekki á færi allra að ráða utanaðkomandi aðila til að sinna því verkefni. Hættulegt er þó að líta framhjá gríðarlegu vægi markaðssetningar á komandi misserum þar sem nauðsynlegt er að byggja okkur örugglega upp aftur eftir þann samdrátt sem hefur átt sér stað. En í hverju felst markaðssetning og hvaða tól getum við notað til þess að gera okkur sýnileg á innlendum sem og erlendum markaði? Leiðin liggur í loftinu Við viljum geta boðið upp á okkar þjónustu á réttu verði fyrir rétta gestinn á réttum tíma. Í markaðssetningu í dag eru nokkrar grunnstoðir og mikilvægt er að kynna sér vel hvaða leiðir hægt er að fara. Sem dæmi má nefna samfélagsmiðla, líkt og Instagram og Facebook, net- og fréttamiðla, eða samstarfsaðila, eins og ferðaskrifstofur og bókunarsíður. Margir hafa nýtt sér Instagram og Facebook til að auglýsa sig, sérstaklega í ár og þá helst á innanlandsmarkaði. Annað sem ekki er síður mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu er heimasíða með uppfærðum upplýsingum og nýlegum myndum til að auka traust sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á beinar bókanir. Það er þó ekki nóg að vinna með innlenda markaðinn heldur þarf einnig að leggja áherslu á ytri markaðssetningu í gegnum samstarfsaðila. Langflestir ferðaþjónustuaðilar nýta sér samstarf í gegnum ferðaskrifstofur sem fá bæði stafrænt og útprentað auglýsingaefni frá þessum aðilum. Það getur skilað stórum kúnnahópum, sérstaklega á sumrin, á meðan samstarf við bókunarsíður skilar miklum fjölda einstaklingsmiðaðra bókana sem dreifist betur yfir árið. Rétt eins og með ferðaskrifstofurnar eru allir með sína sérstöðu og sterkir á ákveðnum mörkuðum, til að mynda hefur Markaðsstofa Norðurlands náð miklum árangri með samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur sem fljúga beint á Akureyri . Bókunarsíður leggja áherslu á að fjárfesta í markaðssetningu og markaður eins og Ísland getur haft mikil áhrif, til dæmis með því að taka þátt í stórum herferðum. Þessar herferðir hafa skilað íslenskri gistiþjónustu fleiri þúsundum gistinátta og þar með haft hliðaráhrif á aðra ferðatengda þjónustu. Vegna öflugrar markaðssetningar stóru bókunarsíðanna eru fleiri milljónir gesta sem skoða síðurnar á ári hverju. Það er óneitanlega hægt segja að íslensk ferðaþjónusta hafi hagnast mikið á samstarfi við ferðaskrifstofur og bókunarsíður, enda er hlutfallið af heildarbókunum þeirra mun hærra í samanburði við beinar bókanir. Ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim hafa valið að nýta sér markaðssetningu og þjónustu þessara aðila og því er í raun ekki skrítið að hlutfallið sé svo hátt. Komum Íslandi aftur á kortið Almenn markaðssetning verður einnig mikilvæg þegar markaðssetja á áfangastaðinn Ísland á ný eftir farsóttartíma. Íslandsstofa sem keyrir herferðir á hverju ári hefur fengið það stóra og mikilvæga verkefni að koma Íslandi á framfæri erlendis, með góðum styrk frá íslenska ríkinu. Það eru því margar hendur sem koma að markaðssetningu á Íslandi. Nú er einmitt tíminn til að horfa til framtíðar í markaðssetningu og dreifa henni á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir hingað til, en einnig á þá markaði sem við teljum okkur eiga möguleika á að komast inn á. Við verðum að vera klár í slaginn þegar allt kemst í eðlilegra horf og líta til þeirra miðla sem eru skila mestum árangri. Í núverandi ástandi skiptir máli að Ísland sem áfangastaður sé sem sýnilegastur á arðbærum mörkuðum og hefur Íslandsstofa unnið með helstu alþjóðlegu auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri. Ferðaskrifstofur setja fókusinn á hópa- og einstaklingsmiðaðar ferðir og bókunarsíður herja á breiðan markað með ýmsum leiðum. Mikilvægt er að horfa til þeirrar markaðssetningar sem hefur reynst okkur vel og treysta á að hún muni aðstoða okkur við að auka og efla eftirspurn þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar fjallað er um áfangastaðinn Ísland. Nýtum þau tæki og tól sem við höfum og verum klár í slaginn um leið og færi gefst! Höfundur er viðskiptastjóri hjá Expedia Group.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun