Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar 9. nóvember 2024 09:01 Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins hluti af arfleifð okkar heldur einnig ómissandi þáttur í framtíð landsins, sjálfstæði og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann er grunnstoð blómlegrar byggðar og efnahagslegs stöðugleika fyrir komandi kynslóðir, auk þess að vera burðarás í sjálfbærni og loftslagsaðgerðum. Hann er samofinn menningu okkar og styður beint við vaxandi greinar líkt og ferðaþjónustu sem til langs tíma hvílir á náttúrufegurð landsins og braðgóðum mat úr héraði. Öflugur og fjölbreyttur landbúnaður er líka undirstaða heilsu og velferðar, þar sem heilnæmi innlendrar framleiðslu stuðlar að langlífi og vellíðan þjóðarinnar. Stuðningur við landbúnað í takt við hagsmuni almennings Með því að efla landbúnaðinn og sýna honum þann metnað sem hann á skilið, tryggjum við framtíð landsins okkar á fjölþættan hátt. Það er metnaður og markmið sem ætti að sameina okkur öll. Til að ná slíkri framtíðarsýn er nauðsynlegt að við leggjum rækt við þau skilyrði sem bændur þurfa til að starfa af öryggi og árangri. Þeir þurfa hagstæðari fjármögnunarskilyrði, betri afkomu, hvata fyrir nýliðun og stuðning við sjálfbærar ræktunaraðferðir. Þetta er lykilatriði á tímum þar sem fólki fjölgar en bændum fækkar og hlutfall innflutnings matvæla eykst. Tíminn til að snúa vörn í sókn er ekki á morgun - heldur núna. Íslenskur landbúnaður er ekki fortíðin heldur framtíðin – grunnur sem er þjóðinni allri mikilvægur og okkur má ekki standa á sama um heldur ber að hlúa að. Landbúnaðarland er takmörkuð auðlind Landbúnaðarland er takmörkuð auðlind, sérstaklega á Íslandi, þar sem náttúruleg skilyrði til ræktunar eru viðkvæm og bundin við ákveðin svæði. Góðar jarðir eiga að fá þá virðingu sem verðmæt auðlind á skilið og lög og stefnumótun ættu að endurspegla það. Þetta er sérlega mikilvægt nú, þar sem samkeppni um landnotkun eykst stöðugt. Það birtist í tugum vindorkuverkefna sem áhugi er á að reisa um allt land. Við sjáum það í jarðarkaupum til kolefnisbindingar sem munu færast enn í aukana. Við sjáum það í ásókn í auðlindaríkar jarðir vegna jarðhita og vatns. Og við sjáum það í metnaði og auknum umsvifum nýrra greina líkt og ferðaþjónustu. Í þessu samkeppnisumhverfi er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíð landbúnaðarlands, svo þessi sjónarmið verði sterk í heildarmyndinni, ekki út undan. Með því móti má viðhalda framleiðslugetu landsins og tryggja að við getum áfram ræktað og framleitt mat fyrir þjóðina, á sama tíma og stuðlað er að fjölbreyttu atvinnulífi og styrkri byggð um landið. Þetta kallar á skýran lagaramma og stefnu sem tryggir gæði og varðveislu landbúnaðarlandsins. Í Noregi þurfa erlendir aðilar, bæði innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), að sækja um leyfi til að eignast landbúnaðarland. Með þessari nálgun vinna Norðmenn að því að tryggja að landbúnaðarland haldist í innlendri nýtingu, með sjálfbærni og fæðuöryggi þjóðarinnar að leiðarljósi. Við Íslendingar ættum að taka þessa hugsun til fyrirmyndar í okkar eigin stefnumótun. Langtímahugsun lykilatriði Ég hef áður fjallað um mikilvægi þess að móta skýra stefnu um jarðakaup erlendra aðila (sjá Jarðakaup í nýjum tilgangi). Við þurfum að viðhalda langtímahugsun og finna lausnir þar sem nýting náttúruauðlinda þjónar almannahagsmunum. Ólík nýting getur vel farið saman án þess að ganga á rétt hvors annars. Bújarðir eiga að vera metnar sem samfélagslega verðmætar auðlindir, ekki sem söluvörur fyrir hvern sem er og hvað sem er. Samhliða þessu þarf að skapa skilyrði sem gera landbúnaðinn að eftirsóttum starfsvettvangi, fullan af nýsköpun og krafti metnaðarfulls fólks um allt land. Þannig getum við byggt sjálfbæran grunn fyrir íslenskan landbúnað, sem mun bæði þjóna komandi kynslóðum og skapa örugg og góð störf fyrir ungt fólk sem vill helga sig búskapnum. Landbúnað sem við erum öll stolt af og er í sókn á Íslandi um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri og skipar 1. sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins hluti af arfleifð okkar heldur einnig ómissandi þáttur í framtíð landsins, sjálfstæði og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann er grunnstoð blómlegrar byggðar og efnahagslegs stöðugleika fyrir komandi kynslóðir, auk þess að vera burðarás í sjálfbærni og loftslagsaðgerðum. Hann er samofinn menningu okkar og styður beint við vaxandi greinar líkt og ferðaþjónustu sem til langs tíma hvílir á náttúrufegurð landsins og braðgóðum mat úr héraði. Öflugur og fjölbreyttur landbúnaður er líka undirstaða heilsu og velferðar, þar sem heilnæmi innlendrar framleiðslu stuðlar að langlífi og vellíðan þjóðarinnar. Stuðningur við landbúnað í takt við hagsmuni almennings Með því að efla landbúnaðinn og sýna honum þann metnað sem hann á skilið, tryggjum við framtíð landsins okkar á fjölþættan hátt. Það er metnaður og markmið sem ætti að sameina okkur öll. Til að ná slíkri framtíðarsýn er nauðsynlegt að við leggjum rækt við þau skilyrði sem bændur þurfa til að starfa af öryggi og árangri. Þeir þurfa hagstæðari fjármögnunarskilyrði, betri afkomu, hvata fyrir nýliðun og stuðning við sjálfbærar ræktunaraðferðir. Þetta er lykilatriði á tímum þar sem fólki fjölgar en bændum fækkar og hlutfall innflutnings matvæla eykst. Tíminn til að snúa vörn í sókn er ekki á morgun - heldur núna. Íslenskur landbúnaður er ekki fortíðin heldur framtíðin – grunnur sem er þjóðinni allri mikilvægur og okkur má ekki standa á sama um heldur ber að hlúa að. Landbúnaðarland er takmörkuð auðlind Landbúnaðarland er takmörkuð auðlind, sérstaklega á Íslandi, þar sem náttúruleg skilyrði til ræktunar eru viðkvæm og bundin við ákveðin svæði. Góðar jarðir eiga að fá þá virðingu sem verðmæt auðlind á skilið og lög og stefnumótun ættu að endurspegla það. Þetta er sérlega mikilvægt nú, þar sem samkeppni um landnotkun eykst stöðugt. Það birtist í tugum vindorkuverkefna sem áhugi er á að reisa um allt land. Við sjáum það í jarðarkaupum til kolefnisbindingar sem munu færast enn í aukana. Við sjáum það í ásókn í auðlindaríkar jarðir vegna jarðhita og vatns. Og við sjáum það í metnaði og auknum umsvifum nýrra greina líkt og ferðaþjónustu. Í þessu samkeppnisumhverfi er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíð landbúnaðarlands, svo þessi sjónarmið verði sterk í heildarmyndinni, ekki út undan. Með því móti má viðhalda framleiðslugetu landsins og tryggja að við getum áfram ræktað og framleitt mat fyrir þjóðina, á sama tíma og stuðlað er að fjölbreyttu atvinnulífi og styrkri byggð um landið. Þetta kallar á skýran lagaramma og stefnu sem tryggir gæði og varðveislu landbúnaðarlandsins. Í Noregi þurfa erlendir aðilar, bæði innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), að sækja um leyfi til að eignast landbúnaðarland. Með þessari nálgun vinna Norðmenn að því að tryggja að landbúnaðarland haldist í innlendri nýtingu, með sjálfbærni og fæðuöryggi þjóðarinnar að leiðarljósi. Við Íslendingar ættum að taka þessa hugsun til fyrirmyndar í okkar eigin stefnumótun. Langtímahugsun lykilatriði Ég hef áður fjallað um mikilvægi þess að móta skýra stefnu um jarðakaup erlendra aðila (sjá Jarðakaup í nýjum tilgangi). Við þurfum að viðhalda langtímahugsun og finna lausnir þar sem nýting náttúruauðlinda þjónar almannahagsmunum. Ólík nýting getur vel farið saman án þess að ganga á rétt hvors annars. Bújarðir eiga að vera metnar sem samfélagslega verðmætar auðlindir, ekki sem söluvörur fyrir hvern sem er og hvað sem er. Samhliða þessu þarf að skapa skilyrði sem gera landbúnaðinn að eftirsóttum starfsvettvangi, fullan af nýsköpun og krafti metnaðarfulls fólks um allt land. Þannig getum við byggt sjálfbæran grunn fyrir íslenskan landbúnað, sem mun bæði þjóna komandi kynslóðum og skapa örugg og góð störf fyrir ungt fólk sem vill helga sig búskapnum. Landbúnað sem við erum öll stolt af og er í sókn á Íslandi um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri og skipar 1. sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar