Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 3. desember 2025 09:00 Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun