Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 10:30 Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnuslys Reykjavík Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar