Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 10:30 Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnuslys Reykjavík Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun