Litlu áorkað í löggæslumálum að mati Greco Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 10:08 Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00