Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:08 EPA/CJ GUNTHER Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39
Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31
Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent