Sett á hilluna og geta ekki farið í hlutastarf eða nám Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 11:30 Hildur Brynja Sigurðardóttir segir að foreldragreiðslur dragi úr fólki með langveik börn að reyna að læra eitthvað eða finna hlutastarf. Góðvild „Ég eignast Írisi Emblu árið 2011 og vissi ekki annað en að hún væri heilbrigð og allt gekk eðlilega fyrir sig á meðgöngunni,“ segir Hildur Brynja Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir í Hafnarfirðinum. Fljótlega eftir fæðingu stúlkunnar kom svo í ljós að ekki væri allt með felldu. Íris Embla var svo seinna greind með alvarlegan ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm. Hildur Brynja er ein fjölmargra foreldra langveikra barna hafa endað á endurhæfingalífeyri hjá Virk og gagnrýnir hún kerfið í kringum foreldragreiðslur. „Þetta er allur sólarhringurinn að hugsa um hana frá a til ö,“ útskýrir Hildur Brynja um þeirra aðstæður. Stúlkan er bæði langveik og fjölfötluð og segir móðirin að þetta sé heilmikið fyrirtæki í rauninni. Þau eru með starfsfólk sem kemur inn á heimilið til að aðstoða en þau fengu það samt ekki frá byrjun, ekki fyrr en eftir að hún fékk rétta greiningu sex ára. „Í rauninni hefðum við viljað fá þessa aðstoð miklu fyrr.“ Hildur Brynja sagði sína sögu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hægt er að hlusta áþáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hildur Brynja Sigurðardóttir Ekki gert fyrir foreldra langveikra barna Hildur Brynja er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, en hefur ekki getað starfað við það síðan Íris Embla kom í heiminn fyrir níu árum síðan. Íris Embla er í hjólastól og er ómálgug og þarf því að tjá sig með öðrum hætti. „Hún stýrir ekki sínum hreyfingum og heldur ekki höfði, þannig að þú þarft að mata hana og þú þarft að gera allt fyrir hana, til að hjálpa henni. Þá er ekkert mikil orka eftir, ef þú ert ein eða þið tvö að sinna þessu hjónin. Svo á ég önnur börn svo það er ekki svigrúm til að fara að vinna.“ Hildur Brynja fór því á foreldragreiðslur til að byrja með. Hún gagnrýnir að þessar foreldragreiðslur passi ekki utan um þeirra ramma, enda hafi þær í upphafi verið hugsaðar fyrir foreldra barna í krabbameinsmeðferð og greiðslurnar því hugsaðar í skamman tíma. „Eins og hjá okkur þá er henni ekki spáð langlífi en það geta samt verið einhver ár. Þetta er ekki stuttur fasi sem við göngum í gegnum heldur er þetta óendanlegur fasi sem við vitum ekkert hvenær endar.“ Því henti þessar greiðslur ekki endilega foreldrum langveikra og fatlaðra barna, eins og í tilfelli Írisar Emblu, sem er bæði fjölfötluð og langveik. „Þú getur fengið þessar foreldragreiðslur en þær setja þig algjörlega á hilluna. Þá getur þú ekki unnið með þeim og þú getur ekki farið í skóla eða einn kúrs eða eitthvað sem þú gætir mögulega gert þér til uppbyggingar.“ Eiga ekki afturkvæmt Sjálf gæti Hildur Brynja hugsað sér að vinna til dæmis 20 prósent starf við það sem hún er menntuð í og þannig viðhaldið þekkingunni og tekið meira þátt. „En þá missi ég 100 prósent foreldragreiðslur.“ Því er það fjárhagslega óhagstæðara fyrir fjölskylduna ef Hildur Brynja myndi reyna að vinna samhliða umönnunar- og foreldrahlutverkinu. Hún segir að með þessu kerfi sé verið að koma í veg fyrir að þessi foreldrahópur nái að viðhalda sér í starfi. „Þetta getur tekið nokkur ár og þeir eiga erfitt þegar verkefninu lýkur, ég kalla þetta stundum verkefni. Þegar þessu tímabili lýkur er oft erfitt að fara til baka. Þá ertu búinn að detta út í svo langan tíma að þú átt ekki afturkvæmt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér ofar í fréttinni. Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Halldóra Hanna Halldórsdóttir lenti á vegg árið 2019 eftir að vera í mörg ár í vanlíðan og „fórnarlambagír.“ Hún segir algengt að foreldrar langveikra og fatlaðra barna setji ekki eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. 10. nóvember 2020 08:01 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 „Fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn“ „Sárt og sorglegt“ að fá neitun frá Sjúkratryggingum, segir móðir langveiks drengs sem óskaði eftir styrk fyrir hjólastólahjóli. Hún segir sorglegt að hópur barna fái ekki tækifæri til að hjóla, líkt og heilbrigð börn gera. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða reglugerðina. 4. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
„Ég eignast Írisi Emblu árið 2011 og vissi ekki annað en að hún væri heilbrigð og allt gekk eðlilega fyrir sig á meðgöngunni,“ segir Hildur Brynja Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir í Hafnarfirðinum. Fljótlega eftir fæðingu stúlkunnar kom svo í ljós að ekki væri allt með felldu. Íris Embla var svo seinna greind með alvarlegan ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm. Hildur Brynja er ein fjölmargra foreldra langveikra barna hafa endað á endurhæfingalífeyri hjá Virk og gagnrýnir hún kerfið í kringum foreldragreiðslur. „Þetta er allur sólarhringurinn að hugsa um hana frá a til ö,“ útskýrir Hildur Brynja um þeirra aðstæður. Stúlkan er bæði langveik og fjölfötluð og segir móðirin að þetta sé heilmikið fyrirtæki í rauninni. Þau eru með starfsfólk sem kemur inn á heimilið til að aðstoða en þau fengu það samt ekki frá byrjun, ekki fyrr en eftir að hún fékk rétta greiningu sex ára. „Í rauninni hefðum við viljað fá þessa aðstoð miklu fyrr.“ Hildur Brynja sagði sína sögu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hægt er að hlusta áþáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hildur Brynja Sigurðardóttir Ekki gert fyrir foreldra langveikra barna Hildur Brynja er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, en hefur ekki getað starfað við það síðan Íris Embla kom í heiminn fyrir níu árum síðan. Íris Embla er í hjólastól og er ómálgug og þarf því að tjá sig með öðrum hætti. „Hún stýrir ekki sínum hreyfingum og heldur ekki höfði, þannig að þú þarft að mata hana og þú þarft að gera allt fyrir hana, til að hjálpa henni. Þá er ekkert mikil orka eftir, ef þú ert ein eða þið tvö að sinna þessu hjónin. Svo á ég önnur börn svo það er ekki svigrúm til að fara að vinna.“ Hildur Brynja fór því á foreldragreiðslur til að byrja með. Hún gagnrýnir að þessar foreldragreiðslur passi ekki utan um þeirra ramma, enda hafi þær í upphafi verið hugsaðar fyrir foreldra barna í krabbameinsmeðferð og greiðslurnar því hugsaðar í skamman tíma. „Eins og hjá okkur þá er henni ekki spáð langlífi en það geta samt verið einhver ár. Þetta er ekki stuttur fasi sem við göngum í gegnum heldur er þetta óendanlegur fasi sem við vitum ekkert hvenær endar.“ Því henti þessar greiðslur ekki endilega foreldrum langveikra og fatlaðra barna, eins og í tilfelli Írisar Emblu, sem er bæði fjölfötluð og langveik. „Þú getur fengið þessar foreldragreiðslur en þær setja þig algjörlega á hilluna. Þá getur þú ekki unnið með þeim og þú getur ekki farið í skóla eða einn kúrs eða eitthvað sem þú gætir mögulega gert þér til uppbyggingar.“ Eiga ekki afturkvæmt Sjálf gæti Hildur Brynja hugsað sér að vinna til dæmis 20 prósent starf við það sem hún er menntuð í og þannig viðhaldið þekkingunni og tekið meira þátt. „En þá missi ég 100 prósent foreldragreiðslur.“ Því er það fjárhagslega óhagstæðara fyrir fjölskylduna ef Hildur Brynja myndi reyna að vinna samhliða umönnunar- og foreldrahlutverkinu. Hún segir að með þessu kerfi sé verið að koma í veg fyrir að þessi foreldrahópur nái að viðhalda sér í starfi. „Þetta getur tekið nokkur ár og þeir eiga erfitt þegar verkefninu lýkur, ég kalla þetta stundum verkefni. Þegar þessu tímabili lýkur er oft erfitt að fara til baka. Þá ertu búinn að detta út í svo langan tíma að þú átt ekki afturkvæmt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Halldóra Hanna Halldórsdóttir lenti á vegg árið 2019 eftir að vera í mörg ár í vanlíðan og „fórnarlambagír.“ Hún segir algengt að foreldrar langveikra og fatlaðra barna setji ekki eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. 10. nóvember 2020 08:01 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 „Fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn“ „Sárt og sorglegt“ að fá neitun frá Sjúkratryggingum, segir móðir langveiks drengs sem óskaði eftir styrk fyrir hjólastólahjóli. Hún segir sorglegt að hópur barna fái ekki tækifæri til að hjóla, líkt og heilbrigð börn gera. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða reglugerðina. 4. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Halldóra Hanna Halldórsdóttir lenti á vegg árið 2019 eftir að vera í mörg ár í vanlíðan og „fórnarlambagír.“ Hún segir algengt að foreldrar langveikra og fatlaðra barna setji ekki eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. 10. nóvember 2020 08:01
„Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01
„Fötluðustu börnin fá ekki að njóta sín eins og önnur börn“ „Sárt og sorglegt“ að fá neitun frá Sjúkratryggingum, segir móðir langveiks drengs sem óskaði eftir styrk fyrir hjólastólahjóli. Hún segir sorglegt að hópur barna fái ekki tækifæri til að hjóla, líkt og heilbrigð börn gera. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða reglugerðina. 4. nóvember 2020 16:15