Sara vill hafa alla litina á disknum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir þarf að huga mikið um það sem hún borðar. Instagram/@sarasigmunds Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira