Til skoðunar að stofna rannsóknarnefnd um vistheimili síðustu áttatíu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar. visir/Vilhelm Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala. Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala.
Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira