Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2020 20:10 Þær Agnieszka Ewa Ziolkowska varaformaður Eflingar og Katarzyna Paluch pólskur ríkisborgari sem er atvinnulaus segja að ástandið sé erfitt. Aldrei hafa fleiri pólverjar verið atvinnulausir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. Nauðsynlegt sé að tryggja hópnum desember uppbót. Í lok október voru 4.063 atvinnulausir með pólskt ríkisfang eða tuttugu prósent allra atvinnulausra. Rúmlega tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en þetta þýðir að fimmti hver Pólverji er atvinnulaus. Lærir íslensku í atvinnuleysinu Katarzyna Paluch er ein þeirra en hún hafði unnið sem leiðsögumaður í þrjú ár þegar hún missti vinnuna í október. „Ég byrjaði að læra íslensku. Ég hef lært aðeins sjálf þessi ár sem ég hef verið hér en það er alltaf öðruvísi að fara í skóla. Vinnumálastofnun bauð hjálp við þetta svo nú eru margir farnir að læra íslensku, sennilega til að auka líkurnar á að fá vinnu.,“ segir Katarzyna og bætir við að hún hafi sem betur fer eignast nokkra góða vini hér á landi sem auðveldar henni lífið í atvinnuleitinni. „Það er virkilega hjálplegt,“ segir hún. Það er því miður ekki staðan hjá öllum atvinnulausum Pólverjum. Katarzyna Paluch hefur brugðið á það ráð að ræða íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonast til að hjálpi til við að finna vinnu. Hún segist fegin því að eiga nokkra góða vini á Íslandi sem hjálpi mikið. VÍSÍR/EGILL AÐALSTEINSSON Þeir hafa aldrei verið fleiri að sögn varaformanns Eflingar. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að vera atvinnulausir. Við höfum ekki tengslanet, fjölskyldunet, svo það er mikil hætta á að maður verði niðurdreginn.,“ segir Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar. Flestir hafi verið láglaunafólk og margir kvíði jólunum. Katarzyna bætir við að tungumálið geri atvinnuleitina erfiðari. „Tungumálið getur verið vandamál því mörg okkar tala ekki íslensku og sumir Pólverjar tala enga ensku og nú held ég að öll störfin séu fyrir fólk sem talar íslensku,“ segir Katarzyna. Hún vill þó vera hér áfram og segist bjartsýn á að fá starf fyrir næsta sumar. Meðfram íslenskunáminu hefur hún unnið að gerð tímarits fyrir leiðsögumenn og aðra í ferðaþjónustu sem kemur út í desember. Atvinnurekendum finnist auðveldara að segja útlendingum upp Agnieszka segir mörg dæmi um að fólki af erlendum uppruna sé sagt upp frekar en Íslendingum. „Það er af því að þeir vilja frekar halda íslenska starfsfólkinu frekar en útlendingum,“ segir Agnieszka. Einnig að atvinnurekendum finnist auðveldara að segja upp fólki af erlendum uppruna. „Þeir halda að fólkið fari aftur til heimalandsins en fyrir mörg þeirra er heimalandið hérna. Fólk hefur kannski búið hér í mörg ár,“ segir hún. Flestir láglaunafólk sem kvíðir jólunum Agniesza leggur áherslu á að flestir atvinnulausir pólverjar hafi verið láglaunafólk og margir kvíði fyrir jólunum. „Þannig þetta fólk á engann sparnað til að lifa á. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir fái greidda desemberuppbót. Stjórnvöld eru að hjálpa fyrirtækjum en það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa fólki sem býr hér, borgar skatta og eiga hjálpina virkilega skilið,“ segir Agniezka. Drífa Snædal forseti ASÍ hefur áður sagt nauðsynlegt að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. Nauðsynlegt sé að tryggja hópnum desember uppbót. Í lok október voru 4.063 atvinnulausir með pólskt ríkisfang eða tuttugu prósent allra atvinnulausra. Rúmlega tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en þetta þýðir að fimmti hver Pólverji er atvinnulaus. Lærir íslensku í atvinnuleysinu Katarzyna Paluch er ein þeirra en hún hafði unnið sem leiðsögumaður í þrjú ár þegar hún missti vinnuna í október. „Ég byrjaði að læra íslensku. Ég hef lært aðeins sjálf þessi ár sem ég hef verið hér en það er alltaf öðruvísi að fara í skóla. Vinnumálastofnun bauð hjálp við þetta svo nú eru margir farnir að læra íslensku, sennilega til að auka líkurnar á að fá vinnu.,“ segir Katarzyna og bætir við að hún hafi sem betur fer eignast nokkra góða vini hér á landi sem auðveldar henni lífið í atvinnuleitinni. „Það er virkilega hjálplegt,“ segir hún. Það er því miður ekki staðan hjá öllum atvinnulausum Pólverjum. Katarzyna Paluch hefur brugðið á það ráð að ræða íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonast til að hjálpi til við að finna vinnu. Hún segist fegin því að eiga nokkra góða vini á Íslandi sem hjálpi mikið. VÍSÍR/EGILL AÐALSTEINSSON Þeir hafa aldrei verið fleiri að sögn varaformanns Eflingar. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að vera atvinnulausir. Við höfum ekki tengslanet, fjölskyldunet, svo það er mikil hætta á að maður verði niðurdreginn.,“ segir Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar. Flestir hafi verið láglaunafólk og margir kvíði jólunum. Katarzyna bætir við að tungumálið geri atvinnuleitina erfiðari. „Tungumálið getur verið vandamál því mörg okkar tala ekki íslensku og sumir Pólverjar tala enga ensku og nú held ég að öll störfin séu fyrir fólk sem talar íslensku,“ segir Katarzyna. Hún vill þó vera hér áfram og segist bjartsýn á að fá starf fyrir næsta sumar. Meðfram íslenskunáminu hefur hún unnið að gerð tímarits fyrir leiðsögumenn og aðra í ferðaþjónustu sem kemur út í desember. Atvinnurekendum finnist auðveldara að segja útlendingum upp Agnieszka segir mörg dæmi um að fólki af erlendum uppruna sé sagt upp frekar en Íslendingum. „Það er af því að þeir vilja frekar halda íslenska starfsfólkinu frekar en útlendingum,“ segir Agnieszka. Einnig að atvinnurekendum finnist auðveldara að segja upp fólki af erlendum uppruna. „Þeir halda að fólkið fari aftur til heimalandsins en fyrir mörg þeirra er heimalandið hérna. Fólk hefur kannski búið hér í mörg ár,“ segir hún. Flestir láglaunafólk sem kvíðir jólunum Agniesza leggur áherslu á að flestir atvinnulausir pólverjar hafi verið láglaunafólk og margir kvíði fyrir jólunum. „Þannig þetta fólk á engann sparnað til að lifa á. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir fái greidda desemberuppbót. Stjórnvöld eru að hjálpa fyrirtækjum en það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa fólki sem býr hér, borgar skatta og eiga hjálpina virkilega skilið,“ segir Agniezka. Drífa Snædal forseti ASÍ hefur áður sagt nauðsynlegt að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira