Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:16 Tilkynnt var um breytingarnar í skeyti fréttastjóra í gær. Vísir/Vilhelm Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira