Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:25 Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17
Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12
Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32