Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 15:11 Rakel Þorbergsdóttir hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins undanfarin sex ár. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16