Það er smá óbragð í munninum á manni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 17:43 Hallbera Guðný var frekar súr, og köld, að loknum leik Vals og Glasgow City í Meistaradeildinni í dag. Eðlilega þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Valur tapaði á svekkjandi hátt. Vísir/Bára Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira