Skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 18:10 Pétur Pétursson var eðlilega frekar súr að leik loknum en mjög stoltur af leikmönnum sínum. Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45
Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43
Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03