900 starfsmenn Mayo Clinic smitast á tveimur vikum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 23:29 Heilbrigðisstarfsmenn viðhafa ýtrustu sóttvarnir í vinnunni en eru berskjaldaðri fyrir Covid-19 úti í samfélaginu. epa/Giuseppe Lami Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahúss Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana. Samkvæmt yfirlækni á spítalanum smituðust 93% starfsmanna utan spítalans en allir þeir sem smituðust á vinnustaðnum eru taldir hafa smitast þegar þeir tóku af sér grímurnar til að borða. Umræddur hópur telur þriðjung þeirra starfsmanna sem hafa smitast frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst en höfðustöðvar Mayo Clinic í Rochester í Minnesota er nú þúsund starfsmönnum frá fullri mönnun. „Þetta sýnir það hversu auðvelt það er að fá Covid-19 í mið-vesturríkjunum,“ hefur Guardian eftir Amy Williams. „Starfsfólk okkar er að mestu að smitast vegna útbreiðslu í samfélaginu og það hefur áhrif á getu okkar til að annast sjúklingana okkar.“ Ekki hefur komið fram hvort smit meðal starfsmanna hafi leitt til dauðsfalla en samkvæmt rannsóknarvinnu Guardian og Kaiser Health News hafa að minnsta kosti 1.396 heilbrigðisstarfsmenn látið lífið af völdum veirunnar. Um 161 þúsund tilfelli Covid-19 greindust í Bandaríkjunum í gær og þá lágu 76.830 á sjúkrastofnunum vegna sjúkdómsins. Williams segir marga spítala í mið-vesturríkjunum yfirfulla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahúss Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana. Samkvæmt yfirlækni á spítalanum smituðust 93% starfsmanna utan spítalans en allir þeir sem smituðust á vinnustaðnum eru taldir hafa smitast þegar þeir tóku af sér grímurnar til að borða. Umræddur hópur telur þriðjung þeirra starfsmanna sem hafa smitast frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst en höfðustöðvar Mayo Clinic í Rochester í Minnesota er nú þúsund starfsmönnum frá fullri mönnun. „Þetta sýnir það hversu auðvelt það er að fá Covid-19 í mið-vesturríkjunum,“ hefur Guardian eftir Amy Williams. „Starfsfólk okkar er að mestu að smitast vegna útbreiðslu í samfélaginu og það hefur áhrif á getu okkar til að annast sjúklingana okkar.“ Ekki hefur komið fram hvort smit meðal starfsmanna hafi leitt til dauðsfalla en samkvæmt rannsóknarvinnu Guardian og Kaiser Health News hafa að minnsta kosti 1.396 heilbrigðisstarfsmenn látið lífið af völdum veirunnar. Um 161 þúsund tilfelli Covid-19 greindust í Bandaríkjunum í gær og þá lágu 76.830 á sjúkrastofnunum vegna sjúkdómsins. Williams segir marga spítala í mið-vesturríkjunum yfirfulla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29