Barnshafandi konur gagnrýna ósveigjanleika nýju laganna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra. Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra.
Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21
Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38