Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 08:31 Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður fjölmenningarráðs. Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira