Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 09:11 Frá aðgerðum lögreglu í Vallarási í gærkvöldi. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36
Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12