Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 08:01 Þórdís Helgadóttir ásamt eiginmanni sínum Friðriki S. Kristinssyni kórstjóra og dætrum þeirra, Elínborgu og Þóru Sif. Vísir/Vilhelm „Ég var kasólétt jólin 1987, vann Þorláksmessu en ekkert á milli jóla og nýárs. Þóra Sif fæðist 29.desember og í janúar var ég farin að skjótast á stofuna í klukkutíma og klukkutíma til að redda einstaka konum,“ segir Þórdís Helgadóttir hárgreiðslumeistari og eigandi heildverslunarinnar Þórborg. „Ef það heyrðist í henni, gaf ég henni á brjóst og lét hana ropa og oft hjálpuðu konurnar í stólnum mér og létu hana ropa á meðan ég klippti,“ segir Þórdís og hlær. „Elínborg fæðist síðan 1993 og það má segja að þegar þær voru litlar voru þær ýmist á stofunni hjá mér eða í jarðaförum með pabba sínum,“ segir Þórdís en eiginmaður Þórdísar er einn farsælasti kórstjóri landsins, Friðrik S. Kristinsson. Mörgum árum síðar gerðu veikindi það að verkum að Þórdís þurfti að hætta í hárgreiðslunni. Og þá var blásið til fjölskyldufundar: Hvað nú? Úr varð að heildverslunin Þórborg var stofnuð en heiti fyrirtækisins kemur frá nöfnum dætranna: Þór-(Þóra Sif) og -borg (Elínborg). Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Þórdísar Helgadóttur frá því að hún kaupir hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnar heildverslunina Þórborgu 2012. Íslenska kjarnakonan Þórdís, eða Dísa eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem hárgreiðslumeistari 1985. Fjórum mánuðum síðar kaupir hún hárgreiðslustofu í samstarfi við aðra konu. Fljótlega skildu þeirra leiðir en hárgreiðslustofuna Hárný rak Dísa í 35 ár. „Nei auðvitað kunni ég ekkert á rekstur,“ svarar Dísa þegar hún er spurð um það hvort hún hafi eitthvað kunnað til fyrirtækjareksturs strax að loknu námi. En hræddist þú þetta ekkert? „Nei í raun aldrei. Uppeldið mitt var þannig að mér var alltaf sagt að ég gæti allt sem ég ætlaði mér svo lengi sem ég væri heiðarleg í því sem ég væri að gera,“ segir Dísa og bætir við: „Auðvitað hef ég tekið sénsa en það hafa þá verið sénsar á minn kostnað en ekki annarra, það er mikilvægast.“ Mjög fljótlega var Dísa farin að keppa í hárgreiðslu. „Torfi Geirmundsson heitinn kom að tali við mig og sagði að það vantaði yngra fólk. Ég lét slag standa en var alveg tíu árum yngri en hin þegar að ég byrjaði,“ segir Dísa. Sjálf varð hún Íslandsmeistari í hárgreiðslu árið 1993 auk þess að keppa í landsliðinu í tíu ár. „Ég er ótrúlega stolt af Íslandi í alþjóðakeppnum því hér heima æfðum við fram á nætur mánuðum saman en unnum alltaf fulla vinnu með, ólíkt því sem tíðkast erlendis. Samt var Ísland alltaf fyrir ofan miðju ef ég man rétt um árangurinn,“ segir Dísa. „Við gerðum líka allt sjálf, föndruðum hárskraut og hönnuðum módelkjóla.“ Ég man eftir manni sem kom hingað frá Belgíu til að þjálfa okkur í landsliðinu. Ég var ólétt af Elínborgu þegar hann kom í fyrra skiptið en með hana á brjósti þegar hann kom í seinna skiptið. Hann ætlaði ekki að trúa því að barneignir, rekstur og keppnishald væri svona auðvelt fyrir íslenskar konur, enda var ég alltaf bara með Elínborgu í barnastólnum og gaf henni á brjóst á milli þess sem ég var að greiða og æfa,“ segir Dísa um ásýnd íslensku kjarnakonunnar í augum erlenda gestsins. Þórdís tók dæturnar með í vinnuna og á æfingar strax þegar þær voru ungabörn og þá var ekkert annað en að gefa þeim á brjóst og láta þær ropa á milli þess sem hún var að greiða og klippa.Vísir/Vilhelm Að draga upp í pung Á Nýbýlavegi á Dísa þrjú samliggjandi fasteignabil undir reksturinn og til útleigu. Fyrsta bilið keypti hún árið 1995. „Það var maður sem átti þetta og leigði líkamsræktargaurum. Ég var of ung til að átta mig á því að auðvitað var fasteignin bara fjárfesting fyrir þennan mann. Þess vegna sagði ég bara við hann að húsnæðið þyrfti ég undir stofuna mína enda gætu þessir líkamsræktargaurar bara æft annars staðar,“ segir Dísa. Og bilið fékk hún. „Ég held honum hafi fundist svolítið sniðugt hvernig ég orðaði þetta,“ segir Dísa um upphaf fjárfestinganna. Skömmu fyrir bankahrun réðust þau hjónin í að stækka þetta fasteignabil. „Ég viðurkenni reyndar að mér fannst svolítið erfitt óvissutímabilið eftir bankahrun því þá vorum við nýbúin að stækka og ráðast í allar framkvæmdirnar,“ segir Dísa þegar hún rifjar upp árin eftir hrun. Allt gekk þó vel upp og árið 2016 keypti Dísa samliggjandi fasteignabil til viðbótar. Þá þýddi ekkert annað en að draga upp í pung og hugsa eins og karlmaður. Ég fór til bankastjórans á miðvikudegi og bað um meira en ég þurfti. Það gera karlmenn. Á föstudegi var allt frágengið og þannig er mín bankastjórasaga,“ segir Dísa aðspurð um það hvernig viðtökur bankakerfisins hafi verið við konu sem vildi fjárfesta í fasteignum. Fjölskyldufundurinn Árið 2011 greinist Dísa með bráða psoriasis liðagigt. „Það var ömurlegt, það er eina orðið yfir þetta. Allt í einu var mér bara kastað út því hendurnar voru óvinnufærar,“ segir Dísa þegar hún rifjar upp áfallið sem fylgdi greiningunni. Ég lagðist undir sæng og hélt að með því að vorkenna mér sem mest þá myndi þetta kannski lagast. En þunglyndi hentar mér ekki því í rúminu lá ég bara í um hálftíma. Ég áttaði mig þó á því þar sem ég lá að á meðan hausinn er í lagi er hægt að gera ýmislegt,“ segir Dísa. Úr varð að boðað var til fjölskyldufundar. Eldri dóttirin, Þóra Sif, var á þessum tíma nýkomin heim úr námi frá Glasgow en sú yngri, Elínborg í Menntaskólanum við Sund. „Ég var ekkert alveg að skilja þetta,“ segir Elínborg og viðurkennir að á þessum tíma vissi hún lítið sem ekkert um gigt. „En ég hafði svo lengi verið að hjálpa til á stofunni, að sópa hárin, svara í síma og fleira,“ bætir hún við og útskýrir að lengi vel var alltaf ein aukamanneskja á hárgreiðslustofum sem ekki starfaði við að klippa. Á fjölskyldufundinum var sú ákvörðun tekin að stofna heildsölu og auka við innflutning sem Hárný hafði þá þegar byrjað að gera í litlum mæli. Til þess að heildsalan gæti orðið að veruleika, varð markmiðið þó að vera að dæturnar tækju þátt. „Þetta hentaði mér mjög vel með lítið barn á þessum tíma,“ segir Þóra Sif en Þóra er nú langt gengin með sitt fjórða barn. „Reyndar hefur það alltaf hentað mér vel að vera í rekstri með mömmu samhliða barneignum því auðvitað fylgir því einnig ákveðið frelsi,“ bætir Þóra Sif við. „Nafnið Þórborg kom fyrst upp sem djók. Við vorum að velta fyrir okkur nöfnum þegar Þóra segir í gríni að auðvitað ætti fyrirtækið að heita í höfuðið á börnunum,“ segir Dísa og mæðgurnar hlæja af upprifjuninni. Nafn heildsölunnar Þórborg er samsett úr nöfnum dætra Þórdísar og Friðriks: Þóra Sif og Elínborg (Þór+borg).Vísir/Vilhelm Næsta kynslóð Dísa og Friðrik eru úr Stykkishólmi og þegar dæturnar voru litlar, var stuðningsnetið í bænum ekki til stórt: Ömmurnar og afarnir voru fyrir vestan. „Við vorum svo lánsöm að fá hana Sigríði til okkar. Hún hætti að vinna á Alþingi þegar hún varð 67 ára og fór að passa stelpurnar og sjá um margt heima fyrir. Hún var eiginlega auka amma frá því að Elínborg fæddist,“ segir Dísa og systurnar kinka kolli. Elínborg sýnir blaðamanni mynd af systrunum með Sigríði. Þær minnast hennar með hlýju en Sigríður lést árið 2018, þá 97 ára. Þá segja systurnar að þótt þær hafi svo sem prófað að vinna hjá öðrum hafi þær lengst af starfað með móður sinni. Og byrjað ungar: „Það var miklu betra að vinna fyrir mömmu því ég fékk meira útborgað hjá henni en í unglingavinnunni,“ segir Elínborg og hlær. „Síðan þróaðist þetta þannig að þegar það voru eyður í stundatöflunni í skólanum reyndi maður að nýta tímann og keyra út vörur og svona,“ segir Elínborg um upphafsár Þórborgar. „Já og síðan eru verkefnin bara svo margbreytileg því við erum auðvitað farin að flytja svo margt inn, ilmi og snyrtivörur til viðbótar við hárvörur. Ég er ekkert viss um að maður hefði haldið áfram nema fyrir það að heildverslunin hefur verið að stækka svo mikið,“ segir Þóra Sif. En hvað með að vera alltaf svona saman þrjár mæðgurnar? „Það er alltaf verið að spyrja að þessu. En málið er bara það að ég hef aldrei pælt neitt í þessu nema bara að því að fólk er að spyrja,“ svarar Þóra og lítur á móður sína og systur, sem báðar kinka kolli. „Það er ekki nóg með að vera að vinna saman allan daginn heldur er það oft þannig að það kemur til dæmis upp hugmynd um að grilla saman eftir vinnu og þá bætast við eiginmennirnir og barnabörnin þannig að það er ekki eins og við séum búnar að fá nóg af hvor annarri eftir að vinnudegi lýkur,“ segir Dísa og hlær. En þegar þið hugsið til baka, hvað munið þið helst eftir í vinnunni hjá mömmu ykkar þegar þið voruð litlar? Konunum í lagningu á föstudögum,“ svara systurnar samróma. Systurnar segja margar konur í minningunni eins og gamlar frænkur. Þetta séu konur sem öll uppvaxtarárin mættu á stofuna á föstudögum, ár eftir ár. Þær viðurkenna hins vegar að muna ekkert sérstaklega eftir sýningum eða keppnum. „En þær voru samt strax nýttar sem módel þegar þær voru litlar,“ segir Dísa og hlær. Þórdís segist ekki hafa getað afrekað allt sem hún hefur gert nema fyrir þær sakir að eiginmaðurinn Friðrik hefur alltaf staðið við hlið hennar eins og klettur.Vísir/Vilhelm Rauði dregillinn „Golden Globe Business Salon, ég gleymi því aldrei,“ segir Dísa þegar hún er spurð að því hvað henni finnist standa uppúr í minningunni eftir 35 ár í rekstri. Að sögn Dísu eru Golden Globe Business Salon verðlaunin eins og Óskarsverðlaunin í hárgreiðslustofubransanum. „Þetta var alveg rauði dregillinn í Hollywood Los Angeles, stjörnufans og allt,“ segja mæðgurnar afar stoltar. Dísa segir mikið þurfa til að taka þátt. Þannig hafi hún þurft að senda inn ýmiss gögn og skýrslur um Hárný og ,,heilu doðrantana“ úr bókhaldinu. Um þrjú þúsund stofur tóku þátt og var Hárný ein af 70 hárgreiðslustofum sem hlaut verðlaun. „Munurinn á þessum verðlaunum og öðrum er að ég gat æft mig fyrir keppnir en Golden Globe verðlaunin eru viðurkenning á því sem vel hefur verið gert,“ segir Dísa. Þessa dagana eru miklar framkvæmdir í gangi því nú verið að stækka fasteignabilin þrjú. Þau hjónin standa saman í framkvæmdunum og segja að í raun sé verið að nýta Covid tímabilið því það hefur hægt á svo mörgu öðru á meðan. ,,Covid hefur samt ekki farið illa með okkur,“ segir Dísa en bætir við: „En ég veit að það er erfitt hjá mörgum.“ Í sumar ákvað Dísa að hætta formlega rekstri Hárnýjar. Það var þó ekki vegna Covid heldur frekar til að einbeita sér meira að vexti Þórborgar, ásamt dætrunum. Hún segist ánægð með þau 35 ár sem hún hefur staðið í rekstri og er bjartsýn á framhaldið. En ég hefði ekki getað gert neitt af þessu án Frissa. Hann hefur alltaf verið kletturinn og stutt mig í með því að leyfa mér að gera bara það sem ég vill,“ segir Dísa. Gamla myndin Dísa með hármódelunum sínum á keppni í Amsterdam á níunda áratug síðustu aldar. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ég var kasólétt jólin 1987, vann Þorláksmessu en ekkert á milli jóla og nýárs. Þóra Sif fæðist 29.desember og í janúar var ég farin að skjótast á stofuna í klukkutíma og klukkutíma til að redda einstaka konum,“ segir Þórdís Helgadóttir hárgreiðslumeistari og eigandi heildverslunarinnar Þórborg. „Ef það heyrðist í henni, gaf ég henni á brjóst og lét hana ropa og oft hjálpuðu konurnar í stólnum mér og létu hana ropa á meðan ég klippti,“ segir Þórdís og hlær. „Elínborg fæðist síðan 1993 og það má segja að þegar þær voru litlar voru þær ýmist á stofunni hjá mér eða í jarðaförum með pabba sínum,“ segir Þórdís en eiginmaður Þórdísar er einn farsælasti kórstjóri landsins, Friðrik S. Kristinsson. Mörgum árum síðar gerðu veikindi það að verkum að Þórdís þurfti að hætta í hárgreiðslunni. Og þá var blásið til fjölskyldufundar: Hvað nú? Úr varð að heildverslunin Þórborg var stofnuð en heiti fyrirtækisins kemur frá nöfnum dætranna: Þór-(Þóra Sif) og -borg (Elínborg). Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Þórdísar Helgadóttur frá því að hún kaupir hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnar heildverslunina Þórborgu 2012. Íslenska kjarnakonan Þórdís, eða Dísa eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem hárgreiðslumeistari 1985. Fjórum mánuðum síðar kaupir hún hárgreiðslustofu í samstarfi við aðra konu. Fljótlega skildu þeirra leiðir en hárgreiðslustofuna Hárný rak Dísa í 35 ár. „Nei auðvitað kunni ég ekkert á rekstur,“ svarar Dísa þegar hún er spurð um það hvort hún hafi eitthvað kunnað til fyrirtækjareksturs strax að loknu námi. En hræddist þú þetta ekkert? „Nei í raun aldrei. Uppeldið mitt var þannig að mér var alltaf sagt að ég gæti allt sem ég ætlaði mér svo lengi sem ég væri heiðarleg í því sem ég væri að gera,“ segir Dísa og bætir við: „Auðvitað hef ég tekið sénsa en það hafa þá verið sénsar á minn kostnað en ekki annarra, það er mikilvægast.“ Mjög fljótlega var Dísa farin að keppa í hárgreiðslu. „Torfi Geirmundsson heitinn kom að tali við mig og sagði að það vantaði yngra fólk. Ég lét slag standa en var alveg tíu árum yngri en hin þegar að ég byrjaði,“ segir Dísa. Sjálf varð hún Íslandsmeistari í hárgreiðslu árið 1993 auk þess að keppa í landsliðinu í tíu ár. „Ég er ótrúlega stolt af Íslandi í alþjóðakeppnum því hér heima æfðum við fram á nætur mánuðum saman en unnum alltaf fulla vinnu með, ólíkt því sem tíðkast erlendis. Samt var Ísland alltaf fyrir ofan miðju ef ég man rétt um árangurinn,“ segir Dísa. „Við gerðum líka allt sjálf, föndruðum hárskraut og hönnuðum módelkjóla.“ Ég man eftir manni sem kom hingað frá Belgíu til að þjálfa okkur í landsliðinu. Ég var ólétt af Elínborgu þegar hann kom í fyrra skiptið en með hana á brjósti þegar hann kom í seinna skiptið. Hann ætlaði ekki að trúa því að barneignir, rekstur og keppnishald væri svona auðvelt fyrir íslenskar konur, enda var ég alltaf bara með Elínborgu í barnastólnum og gaf henni á brjóst á milli þess sem ég var að greiða og æfa,“ segir Dísa um ásýnd íslensku kjarnakonunnar í augum erlenda gestsins. Þórdís tók dæturnar með í vinnuna og á æfingar strax þegar þær voru ungabörn og þá var ekkert annað en að gefa þeim á brjóst og láta þær ropa á milli þess sem hún var að greiða og klippa.Vísir/Vilhelm Að draga upp í pung Á Nýbýlavegi á Dísa þrjú samliggjandi fasteignabil undir reksturinn og til útleigu. Fyrsta bilið keypti hún árið 1995. „Það var maður sem átti þetta og leigði líkamsræktargaurum. Ég var of ung til að átta mig á því að auðvitað var fasteignin bara fjárfesting fyrir þennan mann. Þess vegna sagði ég bara við hann að húsnæðið þyrfti ég undir stofuna mína enda gætu þessir líkamsræktargaurar bara æft annars staðar,“ segir Dísa. Og bilið fékk hún. „Ég held honum hafi fundist svolítið sniðugt hvernig ég orðaði þetta,“ segir Dísa um upphaf fjárfestinganna. Skömmu fyrir bankahrun réðust þau hjónin í að stækka þetta fasteignabil. „Ég viðurkenni reyndar að mér fannst svolítið erfitt óvissutímabilið eftir bankahrun því þá vorum við nýbúin að stækka og ráðast í allar framkvæmdirnar,“ segir Dísa þegar hún rifjar upp árin eftir hrun. Allt gekk þó vel upp og árið 2016 keypti Dísa samliggjandi fasteignabil til viðbótar. Þá þýddi ekkert annað en að draga upp í pung og hugsa eins og karlmaður. Ég fór til bankastjórans á miðvikudegi og bað um meira en ég þurfti. Það gera karlmenn. Á föstudegi var allt frágengið og þannig er mín bankastjórasaga,“ segir Dísa aðspurð um það hvernig viðtökur bankakerfisins hafi verið við konu sem vildi fjárfesta í fasteignum. Fjölskyldufundurinn Árið 2011 greinist Dísa með bráða psoriasis liðagigt. „Það var ömurlegt, það er eina orðið yfir þetta. Allt í einu var mér bara kastað út því hendurnar voru óvinnufærar,“ segir Dísa þegar hún rifjar upp áfallið sem fylgdi greiningunni. Ég lagðist undir sæng og hélt að með því að vorkenna mér sem mest þá myndi þetta kannski lagast. En þunglyndi hentar mér ekki því í rúminu lá ég bara í um hálftíma. Ég áttaði mig þó á því þar sem ég lá að á meðan hausinn er í lagi er hægt að gera ýmislegt,“ segir Dísa. Úr varð að boðað var til fjölskyldufundar. Eldri dóttirin, Þóra Sif, var á þessum tíma nýkomin heim úr námi frá Glasgow en sú yngri, Elínborg í Menntaskólanum við Sund. „Ég var ekkert alveg að skilja þetta,“ segir Elínborg og viðurkennir að á þessum tíma vissi hún lítið sem ekkert um gigt. „En ég hafði svo lengi verið að hjálpa til á stofunni, að sópa hárin, svara í síma og fleira,“ bætir hún við og útskýrir að lengi vel var alltaf ein aukamanneskja á hárgreiðslustofum sem ekki starfaði við að klippa. Á fjölskyldufundinum var sú ákvörðun tekin að stofna heildsölu og auka við innflutning sem Hárný hafði þá þegar byrjað að gera í litlum mæli. Til þess að heildsalan gæti orðið að veruleika, varð markmiðið þó að vera að dæturnar tækju þátt. „Þetta hentaði mér mjög vel með lítið barn á þessum tíma,“ segir Þóra Sif en Þóra er nú langt gengin með sitt fjórða barn. „Reyndar hefur það alltaf hentað mér vel að vera í rekstri með mömmu samhliða barneignum því auðvitað fylgir því einnig ákveðið frelsi,“ bætir Þóra Sif við. „Nafnið Þórborg kom fyrst upp sem djók. Við vorum að velta fyrir okkur nöfnum þegar Þóra segir í gríni að auðvitað ætti fyrirtækið að heita í höfuðið á börnunum,“ segir Dísa og mæðgurnar hlæja af upprifjuninni. Nafn heildsölunnar Þórborg er samsett úr nöfnum dætra Þórdísar og Friðriks: Þóra Sif og Elínborg (Þór+borg).Vísir/Vilhelm Næsta kynslóð Dísa og Friðrik eru úr Stykkishólmi og þegar dæturnar voru litlar, var stuðningsnetið í bænum ekki til stórt: Ömmurnar og afarnir voru fyrir vestan. „Við vorum svo lánsöm að fá hana Sigríði til okkar. Hún hætti að vinna á Alþingi þegar hún varð 67 ára og fór að passa stelpurnar og sjá um margt heima fyrir. Hún var eiginlega auka amma frá því að Elínborg fæddist,“ segir Dísa og systurnar kinka kolli. Elínborg sýnir blaðamanni mynd af systrunum með Sigríði. Þær minnast hennar með hlýju en Sigríður lést árið 2018, þá 97 ára. Þá segja systurnar að þótt þær hafi svo sem prófað að vinna hjá öðrum hafi þær lengst af starfað með móður sinni. Og byrjað ungar: „Það var miklu betra að vinna fyrir mömmu því ég fékk meira útborgað hjá henni en í unglingavinnunni,“ segir Elínborg og hlær. „Síðan þróaðist þetta þannig að þegar það voru eyður í stundatöflunni í skólanum reyndi maður að nýta tímann og keyra út vörur og svona,“ segir Elínborg um upphafsár Þórborgar. „Já og síðan eru verkefnin bara svo margbreytileg því við erum auðvitað farin að flytja svo margt inn, ilmi og snyrtivörur til viðbótar við hárvörur. Ég er ekkert viss um að maður hefði haldið áfram nema fyrir það að heildverslunin hefur verið að stækka svo mikið,“ segir Þóra Sif. En hvað með að vera alltaf svona saman þrjár mæðgurnar? „Það er alltaf verið að spyrja að þessu. En málið er bara það að ég hef aldrei pælt neitt í þessu nema bara að því að fólk er að spyrja,“ svarar Þóra og lítur á móður sína og systur, sem báðar kinka kolli. „Það er ekki nóg með að vera að vinna saman allan daginn heldur er það oft þannig að það kemur til dæmis upp hugmynd um að grilla saman eftir vinnu og þá bætast við eiginmennirnir og barnabörnin þannig að það er ekki eins og við séum búnar að fá nóg af hvor annarri eftir að vinnudegi lýkur,“ segir Dísa og hlær. En þegar þið hugsið til baka, hvað munið þið helst eftir í vinnunni hjá mömmu ykkar þegar þið voruð litlar? Konunum í lagningu á föstudögum,“ svara systurnar samróma. Systurnar segja margar konur í minningunni eins og gamlar frænkur. Þetta séu konur sem öll uppvaxtarárin mættu á stofuna á föstudögum, ár eftir ár. Þær viðurkenna hins vegar að muna ekkert sérstaklega eftir sýningum eða keppnum. „En þær voru samt strax nýttar sem módel þegar þær voru litlar,“ segir Dísa og hlær. Þórdís segist ekki hafa getað afrekað allt sem hún hefur gert nema fyrir þær sakir að eiginmaðurinn Friðrik hefur alltaf staðið við hlið hennar eins og klettur.Vísir/Vilhelm Rauði dregillinn „Golden Globe Business Salon, ég gleymi því aldrei,“ segir Dísa þegar hún er spurð að því hvað henni finnist standa uppúr í minningunni eftir 35 ár í rekstri. Að sögn Dísu eru Golden Globe Business Salon verðlaunin eins og Óskarsverðlaunin í hárgreiðslustofubransanum. „Þetta var alveg rauði dregillinn í Hollywood Los Angeles, stjörnufans og allt,“ segja mæðgurnar afar stoltar. Dísa segir mikið þurfa til að taka þátt. Þannig hafi hún þurft að senda inn ýmiss gögn og skýrslur um Hárný og ,,heilu doðrantana“ úr bókhaldinu. Um þrjú þúsund stofur tóku þátt og var Hárný ein af 70 hárgreiðslustofum sem hlaut verðlaun. „Munurinn á þessum verðlaunum og öðrum er að ég gat æft mig fyrir keppnir en Golden Globe verðlaunin eru viðurkenning á því sem vel hefur verið gert,“ segir Dísa. Þessa dagana eru miklar framkvæmdir í gangi því nú verið að stækka fasteignabilin þrjú. Þau hjónin standa saman í framkvæmdunum og segja að í raun sé verið að nýta Covid tímabilið því það hefur hægt á svo mörgu öðru á meðan. ,,Covid hefur samt ekki farið illa með okkur,“ segir Dísa en bætir við: „En ég veit að það er erfitt hjá mörgum.“ Í sumar ákvað Dísa að hætta formlega rekstri Hárnýjar. Það var þó ekki vegna Covid heldur frekar til að einbeita sér meira að vexti Þórborgar, ásamt dætrunum. Hún segist ánægð með þau 35 ár sem hún hefur staðið í rekstri og er bjartsýn á framhaldið. En ég hefði ekki getað gert neitt af þessu án Frissa. Hann hefur alltaf verið kletturinn og stutt mig í með því að leyfa mér að gera bara það sem ég vill,“ segir Dísa. Gamla myndin Dísa með hármódelunum sínum á keppni í Amsterdam á níunda áratug síðustu aldar.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01
„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00
„Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00