„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnulausra og öryrkja. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06