„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnulausra og öryrkja. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent