Vísa ásökunum um gluggagægjur á bug Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:23 Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Vísir/Aðsend Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra. Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra.
Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira