Vísa ásökunum um gluggagægjur á bug Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:23 Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Vísir/Aðsend Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra. Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra.
Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira