Alls sjö leikmenn Man United í draumaliði Tevez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Tevez valdi þá Wayne Rooney, Patrice Evra og Cristiano Ronaldo alla í draumalið sitt. Matthew Peters/Getty Images Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Sjá meira
Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Sjá meira