Spænska stórliðið Barcelona mætir Dynamo Kíev á útivelli í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag. Enginn Lionel Messi verður í leikmannahópi Börsunga er leikurinn hefst.
Þetta kom fram á blaðamannafundi Ronald Koeman, þjálfara liðsins, í dag en hann telur Messi þurfa á hvíldinni að halda. Sömu sögu er að segja af hollenska miðjumanninum Frenkie De Jong.
We think this is a good moment to rest them.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 23, 2020
@RonaldKoeman on leaving Leo #Messi and @DeJongFrenkie21 out of the squad for #DynamoBarça pic.twitter.com/T9wRT3u6rQ
Barcelona er sem stendur með fullt hús stiga í Meistaradeildinni að loknum þremur leikjum en gengið heima fyrir hefur verið skelfilegt. Liðið er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum og virðist Koeman ganga illa að finna lausnir á vandræðum liðsins. Barcelona er í 12. sæti sem stendur, 11 stigum á eftir Real Sociedad sem trónir á toppi deildarinnar.
Lionel Messi reyndi eins og hann gat að fá sig lausan frá Barcelona síðasta sumar. Hann er enn leikmaður liðsins en heftur oft leikið betur en á þessari leiktíð. Hvort hvíldin geri gæfumuninn kemur einfaldlega í ljós er fram líða stundir.