Segir að aðrir tennisleikarar hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 10:32 Amelie Mauresmo þjálfaði Andy Murray í tvö ár. getty/Michael Dodge Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum. Tennis Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum.
Tennis Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira