Tvö NFL-lið spila alltaf á Þakkargjörðar-deginum og nú í fyrsta sinn í beinni hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 15:00 Stuðningsmaður Dallas Cowboys með hatt við hæfi. Getty/Wesley Hitt Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira