Fjárlaganefnd skoðar hvort falin aðhaldskrafa sé á Landspítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:02 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví. Alþingi Landspítalinn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira