Fjárlaganefnd skoðar hvort falin aðhaldskrafa sé á Landspítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:02 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví. Alþingi Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira