Næsta verkefni fyrir OECD – er pólitíski kjarkurinn til staðar? Ólafur Stephensen skrifar 26. nóvember 2020 07:31 Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun