Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2020 23:45 Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira