Já, þetta er forgangsmál Kristján Bragi Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun