Frá Íslandsmeistaraliði 2015 í frelsissviptingu í Amsterdam 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 11:05 Sigurður Gísli Snorrason í leik með Þrótti í Vogum í sumar. facebook-síða þróttar í vogum Fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Snorrason segist hafa verið neyddur til að ræna apótek í Amsterdam fyrr á þessu ári. Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn