Kórónuveiran hreiðrar um sig hjá Hröfnunum og leikur kvöldsins færður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 13:41 Það kom upp hópsmit í herbúðum Baltimore Ravens. Getty/Patrick Smith Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4.
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira