Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 12:59 Þór Þorsteinsson er formaður Landsbjargar. Vísir/Baldur Hrafnkell Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember.
Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20