Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 14:38 Múslimakonur við bænir í indverska hluta Kasmírhéraðs. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum. Indland Trúmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum.
Indland Trúmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira