Lélegur plástur á blæðandi sár Isabel Alejandra Díaz skrifar 27. nóvember 2020 09:30 Háskóli Íslands greindi frá því í byrjun mánaðarins að honum hafi borist um tvöfalt fleiri umsóknir í framhaldsnám á næsta vormisseri samanborið við síðasta ár. Þá fjölgaði stúdentum á þessu haustmisseri um rúmlega 2.000 samkvæmt nýjustu tölum háskólans. Þessi fjölgun er raunar viðbúin en hana má rekja til samfélagsástandsins og áherslu stjórnvalda á að menntakerfið sé lausnin við kreppunni. Í haust var nýtt námsátakkynnt til leiks sem ber heitið Nám er tækifæri og gerir einstaklingi sem hefur verið í atvinnuleit í 6 mánuði eða lengur kleift að fara í fullt nám án þess að missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Stúdentaráð lítur jákvæðum augum á að úrræðið stuðli að því að fólk snúi aftur í nám eða haldi áfram, enda spornar það gegn langtímaatvinnuleysi þessa hóps. Til viðbótar er það samfélaginu okkar til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið og auðgar mannflóruna innan háskólasamfélagsins. Aftur á móti má setja spurningamerki við það að téð úrræði sé ekki víðtækara og komi ekki til með að nýtast núverandi stúdentum, og sömuleiðis að ekkert annað úrræði sé sett á fót fyrir stúdenta, sem eins og aðrir hópar samfélagsins hafa orðið atvinnulausir og vilja stunda nám. Stúdentar hafa nefnilega verið að kalla eftir fjárhagslegu öryggi allt frá því að faraldurinn hófst og raunar löng áður. Þeim hefur hins vegar verið mætt með skammtímalausnum á borð við sumarstörfum sem voru aðeins til tveggja mánaða yfir mikilvægt þriggja mánaða tímabil og ekki sniðin að fjölbreyttum hópi framhalds- og háskólanema sem þau áttu að grípa. Atvinnuleysisbótakrafa stúdenta í námshléum hefur verið virt að vettugi jafnvel þó hún byggi meðal annars á þeirri staðreynd að af launum stúdenta sé greitt atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öðrum vinnandi landsmönnum. Nám er tækifæri vekur þó einnig undrun af öðrum ástæðum. Einstaklingur sem ákveður að nýta sér úrræðið getur verið á atvinnuleysisbótum í 6 mánuði og námi samhliða. Þegar þessum 6 mánuðum er lokið þarf viðkomandi að snúa sér að Menntasjóði námsmanna eftir fjárhagsaðstoð sé hann ekki kominn með öruggt starf, eða eins og stendur í lýsingunni gerir átakið ‘’þér kleift að halda áfram í námi með námsláni frá Menntasjóði námsmanna’’. Menntasjóðurinn er kerfið sem stjórnvöld vilja meina að sé bakland stúdenta og að meðal annars þess vegna sé ekki þörf á veita þeim rétt til atvinnuleysisbóta.Námslánakerfið hefur aftur á móti ekki náð að þjóna tilgangi sínum sem jöfnunartæki þó svo að það hafi verið farið í heildarendurskoðun á því, sem má réttilega furða sig á og gagnrýna í miðjum heimsfaraldri. Vegna þessa má segja að átakið Nám er tækifæri muni á endanum leiða til vítahringsins sem er valið á milli náms og vinnu, ef hana er að fá, eða hreinlega til gjárinnar sem stúdentar falla í vegna fjárhagslegs óöryggis. Staða stúdenta í íslensku menntakerfi er sú að mikill meirihluti þeirra vinnur meðfram námi. Samkvæmt fyrstu tölum EUROSTUDENT VII vinna 72% íslenskra stúdenta til þess að geta framfleytt sér. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn fé fyrir 3 mánaða tímabilið sem námslánakerfið lánar ekki fyrir og einnig komandi skólaár. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rúmlega tvöfaldast og fjöldi starfandi einstaklinga dregist saman um 14.5%. Atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunar frá 13. nóvember sýna einnig að rúm 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára. Þá skal taka fram að stúdentar eru ekki taldir með í þessum tölum þar sem þeir eru ekki á atvinnuleysisskrá vegna þess að þeir eru undanskildir atvinnuleysistryggingakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda í þágu stúdenta í gegnum faraldurinn hafa ekki verið miðaðar að þeim stóra hópi sem stúdentar mynda og geta ekki talist sem haldbærar lausnir til lengri tíma. Megináhersla er lögð á að menntun leiði þjóðina út úr þessari kreppu en það er ekki geranlegt nema að aðrar ráðstafanir séu til staðar, þannig að núverandi stúdentar og aðrir sem nú íhuga að snúa aftur í nám hafi tækifæri að sækja í að námi loknu. Langtímalausnir fyrir allan stúdentahópinn eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að afleiðingar atvinnuleysis hafi frekari neikvæð áhrif. Stúdentum þarf þegar í stað að veita viðunandi kjör til frambúðar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands greindi frá því í byrjun mánaðarins að honum hafi borist um tvöfalt fleiri umsóknir í framhaldsnám á næsta vormisseri samanborið við síðasta ár. Þá fjölgaði stúdentum á þessu haustmisseri um rúmlega 2.000 samkvæmt nýjustu tölum háskólans. Þessi fjölgun er raunar viðbúin en hana má rekja til samfélagsástandsins og áherslu stjórnvalda á að menntakerfið sé lausnin við kreppunni. Í haust var nýtt námsátakkynnt til leiks sem ber heitið Nám er tækifæri og gerir einstaklingi sem hefur verið í atvinnuleit í 6 mánuði eða lengur kleift að fara í fullt nám án þess að missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Stúdentaráð lítur jákvæðum augum á að úrræðið stuðli að því að fólk snúi aftur í nám eða haldi áfram, enda spornar það gegn langtímaatvinnuleysi þessa hóps. Til viðbótar er það samfélaginu okkar til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið og auðgar mannflóruna innan háskólasamfélagsins. Aftur á móti má setja spurningamerki við það að téð úrræði sé ekki víðtækara og komi ekki til með að nýtast núverandi stúdentum, og sömuleiðis að ekkert annað úrræði sé sett á fót fyrir stúdenta, sem eins og aðrir hópar samfélagsins hafa orðið atvinnulausir og vilja stunda nám. Stúdentar hafa nefnilega verið að kalla eftir fjárhagslegu öryggi allt frá því að faraldurinn hófst og raunar löng áður. Þeim hefur hins vegar verið mætt með skammtímalausnum á borð við sumarstörfum sem voru aðeins til tveggja mánaða yfir mikilvægt þriggja mánaða tímabil og ekki sniðin að fjölbreyttum hópi framhalds- og háskólanema sem þau áttu að grípa. Atvinnuleysisbótakrafa stúdenta í námshléum hefur verið virt að vettugi jafnvel þó hún byggi meðal annars á þeirri staðreynd að af launum stúdenta sé greitt atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öðrum vinnandi landsmönnum. Nám er tækifæri vekur þó einnig undrun af öðrum ástæðum. Einstaklingur sem ákveður að nýta sér úrræðið getur verið á atvinnuleysisbótum í 6 mánuði og námi samhliða. Þegar þessum 6 mánuðum er lokið þarf viðkomandi að snúa sér að Menntasjóði námsmanna eftir fjárhagsaðstoð sé hann ekki kominn með öruggt starf, eða eins og stendur í lýsingunni gerir átakið ‘’þér kleift að halda áfram í námi með námsláni frá Menntasjóði námsmanna’’. Menntasjóðurinn er kerfið sem stjórnvöld vilja meina að sé bakland stúdenta og að meðal annars þess vegna sé ekki þörf á veita þeim rétt til atvinnuleysisbóta.Námslánakerfið hefur aftur á móti ekki náð að þjóna tilgangi sínum sem jöfnunartæki þó svo að það hafi verið farið í heildarendurskoðun á því, sem má réttilega furða sig á og gagnrýna í miðjum heimsfaraldri. Vegna þessa má segja að átakið Nám er tækifæri muni á endanum leiða til vítahringsins sem er valið á milli náms og vinnu, ef hana er að fá, eða hreinlega til gjárinnar sem stúdentar falla í vegna fjárhagslegs óöryggis. Staða stúdenta í íslensku menntakerfi er sú að mikill meirihluti þeirra vinnur meðfram námi. Samkvæmt fyrstu tölum EUROSTUDENT VII vinna 72% íslenskra stúdenta til þess að geta framfleytt sér. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn fé fyrir 3 mánaða tímabilið sem námslánakerfið lánar ekki fyrir og einnig komandi skólaár. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rúmlega tvöfaldast og fjöldi starfandi einstaklinga dregist saman um 14.5%. Atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunar frá 13. nóvember sýna einnig að rúm 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára. Þá skal taka fram að stúdentar eru ekki taldir með í þessum tölum þar sem þeir eru ekki á atvinnuleysisskrá vegna þess að þeir eru undanskildir atvinnuleysistryggingakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda í þágu stúdenta í gegnum faraldurinn hafa ekki verið miðaðar að þeim stóra hópi sem stúdentar mynda og geta ekki talist sem haldbærar lausnir til lengri tíma. Megináhersla er lögð á að menntun leiði þjóðina út úr þessari kreppu en það er ekki geranlegt nema að aðrar ráðstafanir séu til staðar, þannig að núverandi stúdentar og aðrir sem nú íhuga að snúa aftur í nám hafi tækifæri að sækja í að námi loknu. Langtímalausnir fyrir allan stúdentahópinn eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að afleiðingar atvinnuleysis hafi frekari neikvæð áhrif. Stúdentum þarf þegar í stað að veita viðunandi kjör til frambúðar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun