Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 17:45 Klopp allt annað en sáttur í leikslok. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira