Chelsea mætir lærisveinum José er Roman nær þúsund leikjum sem eigandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 12:15 José Mourinho og Roman Abramovich á góðri stundu árið 2004. Peter Kenyon, þáverandi framkvæmdastjóri Chelsea, er að þvælast fyrir. Phil Cole/Getty Images Leikur Chelsea og Tottenham Hotspur klukkan 16.30 í ensku úrvalsdeildinni í dag verður 1000. leikur Chelsea í eigu auðkýfingsins Roman Abramovich. Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45
Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00