Segja Real ætla að næla í bæði Håland og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 23:00 Undrabörnin tvö heilsast fyrir leik Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Alex Grimm/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid vill festa kaup á bæði Erling Braut Håland og Kylian Mbappé á komandi misserum. Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00
Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46