Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodo/Glimt en Rosenborg er stórveldi í norskum fótbolta og það hlakkaði svo sannarlega í stuðningsmönnum Bodo/Glimt þegar Rosenborg steinlág fyrir nýkrýndu meisturunum.
Bodo vann leikinn 5-1 og spilaði Alfons 88 mínútur.
Eins og sjá má fóru þeir aðilar er sjá um Twitter reikning Bodo/Glimt mikinn á samfélagsmiðlinum á meðan þeir lýstu leiknum í textalýsingu með reglulegum háðsglósum.
Kampen på Aspmyra er over. Det ble lekende lett og en suveren 5-1-seier til seriemesterne fra Bodø.
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 29, 2020
Takk for kampen, @RBKfotball! Takk for at dere sto æresvakt, selv om det var unødvendig å stå i samtlige 90 minutter.
Þegar leiknum lauk var Rosenborg þakkað fyrir leikinn með þessum orðum: Takk fyrir að standa heiðursvörð en það var óþarfi að gera það í 90 mínútur.
Á sama tíma lék Valdimar Þór Ingimundarson allan leikinn fyrir Stromsgodset sem tapaði 2-1 fyrir Kristiansund.
Í Danmörku spilaði Jón Dagur Þorsteinsson 90 mínútur í 3-1 tapi AGF gegn Nordsjælland en Jóni var skipt af velli í uppbótartíma.