Bent á að leita til prests skömmu áður en æxlið fannst Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. nóvember 2020 20:36 Reynheiður var borin til grafar í ágúst. Sama dag var greint frá því að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun. Vísir/Frikki Lögfræðingur fjölskyldu konu, sem lést úr leghálskrabbameini í haust, hefur óskað eftir ítarlegri greiningu Landlæknis á leghálssýnum sem voru tekin hjá Krabbameinsfélaginu 2016 og 2018. Þá hefur verið kvartað undan heilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni en heimilislæknir benti konunni í tvígang á að leita til prests réttur áður en æxlið fannst. Sama dag og 35 ára gömul eiginkona og tveggja barna móðir var jörðuð í haust voru fréttir sagðar af mistökum við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu sem urðu til þess að kona greindist með ólæknandi krabbamein. Eiginmaður og móðir konunnar ákváðu að leita til lögfræðings þar sem þau óttuðust að mistök hefðu verið gerð í hennar máli. Hefði farið í legnám Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur nú fengið sjúkraskýrslu konunnar sem sýnir að hún hafi ekki verið látin vita af frumubreytingum sem greinst árið 2016. „Eiginmaður hennar hefur sagt að ef hún hefði fengið þessar fregnir hefði hún farið í legnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögfræðingur fjölskyldunnar. Enda hafi hún verið í áhættuhópi eftir keiluskurð árið 2009. Þá sýna gögnin að engar frumubreytingar hafi fundist við sýnatöku árið 2018. „Mér þykir skrítið að hún sé komin með tíu sentímetra æxli rétt tæpu ári eftir að hún fer í sýnatöku og að þetta hafi verið niðurstaðan,“ segir Hilma. Kvörtun hafi verið send til Landlæknis þar sem óskað er eftir því að sýnin frá 2016 og 2018 verði rannsökuð ítarlega. Lögfræðingur fjölskyldunnar telur lög og siðareglur hafa verið margbrotnar.Vísir Blæddi nánast út á gólfinu heima Af sjúkragögnunum sést einnig að Reynheiður hafði leitað til heimilislæknis í tvígang vegna vanlíðan mjög skömmu áður en henni blæddi nánast út á gólfinu heima hjá sér. Hún var greind með andlegt álag og ráðlagt að leita til prests. „Það er ofsalega skrítin greining hjá lækni þegar hún leitar í tvígang með viku millibili. Hún er augljóslega ekki skoðuð og það fer ekki nein rannsókn fram á hennar líðan. Það er í rauninni farið með hana eins og hún sé þunglynd en hún hefur ekki neina sögu um þunglyndi,“ segir Hilma. Það hefði þó engu breytt varðandi æxlið. „En það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það að fjölskyldan hennar, eiginmaður og börn, hefðu þurft að horfa upp á hana svona veika og senda á sjúkrabíl á landspítala,“ segir Hilma. Viðbótarkvörtun hefur verið send til Landlæknis vegna þessa. „Við teljum að lög, reglur og siðareglur lækna hafi verið margbrotnar,“ segir Hilma. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Sama dag og 35 ára gömul eiginkona og tveggja barna móðir var jörðuð í haust voru fréttir sagðar af mistökum við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu sem urðu til þess að kona greindist með ólæknandi krabbamein. Eiginmaður og móðir konunnar ákváðu að leita til lögfræðings þar sem þau óttuðust að mistök hefðu verið gerð í hennar máli. Hefði farið í legnám Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur nú fengið sjúkraskýrslu konunnar sem sýnir að hún hafi ekki verið látin vita af frumubreytingum sem greinst árið 2016. „Eiginmaður hennar hefur sagt að ef hún hefði fengið þessar fregnir hefði hún farið í legnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögfræðingur fjölskyldunnar. Enda hafi hún verið í áhættuhópi eftir keiluskurð árið 2009. Þá sýna gögnin að engar frumubreytingar hafi fundist við sýnatöku árið 2018. „Mér þykir skrítið að hún sé komin með tíu sentímetra æxli rétt tæpu ári eftir að hún fer í sýnatöku og að þetta hafi verið niðurstaðan,“ segir Hilma. Kvörtun hafi verið send til Landlæknis þar sem óskað er eftir því að sýnin frá 2016 og 2018 verði rannsökuð ítarlega. Lögfræðingur fjölskyldunnar telur lög og siðareglur hafa verið margbrotnar.Vísir Blæddi nánast út á gólfinu heima Af sjúkragögnunum sést einnig að Reynheiður hafði leitað til heimilislæknis í tvígang vegna vanlíðan mjög skömmu áður en henni blæddi nánast út á gólfinu heima hjá sér. Hún var greind með andlegt álag og ráðlagt að leita til prests. „Það er ofsalega skrítin greining hjá lækni þegar hún leitar í tvígang með viku millibili. Hún er augljóslega ekki skoðuð og það fer ekki nein rannsókn fram á hennar líðan. Það er í rauninni farið með hana eins og hún sé þunglynd en hún hefur ekki neina sögu um þunglyndi,“ segir Hilma. Það hefði þó engu breytt varðandi æxlið. „En það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það að fjölskyldan hennar, eiginmaður og börn, hefðu þurft að horfa upp á hana svona veika og senda á sjúkrabíl á landspítala,“ segir Hilma. Viðbótarkvörtun hefur verið send til Landlæknis vegna þessa. „Við teljum að lög, reglur og siðareglur lækna hafi verið margbrotnar,“ segir Hilma.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48