Fjórir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 13:39 Charlotte Perelli hefur tvívegis verið fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Í fyrra skiptið, árið 1999, vann hún keppnina með lagið Take Me to Your Heaven. Getty Að minnsta kosti fjórir fyrrverandi fulltrúar Svíþjóðar í Eurovision munu taka þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í maí næstkomandi. Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár. Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár.
Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira