Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir er enn á Íslandi en mun hefja undirbúningstímabilið hér á landi. Instagram/@katrintanja Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira