Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 13:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í ráðherrabústaðinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans. Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans.
Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14