Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 13:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í ráðherrabústaðinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans. Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans.
Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?